Þann 9. maí 2022 birti norski ríkisfjölmiðillinn NRK frétt þessa efnis að talið væri að 80 norsk börn hefðu fengið alvarlegar aukaverkanir vegna Covid-19 bólusetningar.
Nú þegar hafa fyrstu börnin sótt um bætur. Bólusetning barna og ungmenna undir 18 ára aldri hófst síðasta sumar. Börn í áhættuhópum fengu boð fyrst. Síðar hófst almenn bólusetning á 16 og 17 ára og börnum allt niður í 5 ára. Tveir 14 ára unglingar hafa þegar sótt um skaðabætur. Annar þjakaður vegna höfuðverks og hinn vegna andþyngsla.
Í báðum tilfellum er um að ræða alvarlega kvilla sem hafa leitt til mikillar skólafjarveru, eftir því sem ég best veit, segir Rolf Gunnar Jørstad, forstjóri NPE (Norsk pasientskadeerstatning) í viðtali við NRK. Skaðabótamálunum er ekki lokið.
Við getum veitt bætur vegna minna alvarlegra kvilla og tilfella, en það þarf að jafnaði að vera eitthvað umfram það sem venjulega þarf að reikna með eftir bólusetningu, segir Jørstad. Skaðabætur geta verið frá nokkrum þúsundum [NOK], upp í nokkrar milljónir í alvarlegri tilfellum.
Um 340.000 börn og ungmenni undir 18 ára aldri hafa fengið einn eða fleiri skammta, samkvæmt opinberum tölum í Noregi.
Tæplega 6.000 börn á aldrinum 5-11 ára hafa verið bólusett í Noregi, sem myndi jafngilda færri en 400 börnum á Íslandi og var
Pfizer bóluefnið notað við bólusetningu barnanna. Margar stúlkur upplifa breytingar á tíðahring og mikil vinna er nú í gangi í Noregi til að kanna hvort tengsl séu milli bólusetninganna og þessara breytinga.
Algengustu aukaverkanir sem tilkynnt er um eru:
• Hjartavöðvabólga
• Yfirlið
• Ofnæmi
• Truflanir á tíðahring
Sjúkrahúsinnlögn er algengasta ástæða þess að aukaverkanir teljist alvarlegar.