Matvæla-og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað örvunarskammt af Covid bóluefninu frá Pfizer fyrir 5-11 ára börn. 4.500 börn í aldurshópnum tóku þátt í rannsókninni og engin ný vandamál komu fram, sagði Pfizer í yfirlýsingu.
Hér á landi hafa 59% 5-11 ára barna fengið eina bólusetningu og 39% fengið tvær.
Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall mun lægra samkvæmt opinberum gögnum, eða 35.3% sem hafa fengið einn skammt en 28.6% teljast fullbólusett (ýmist 2 skammtar af Pfizer eða einn af Janssen).
Í Noregi aftur á móti virðist engin 5-11 ára börn hafa verið bólusett samkvæmt gögnum frá norskum heilbrigðisyfirvöldum og Svíþjóð mælti gegn bólusetningum yngri barna í upphafi árs.
The Néw York Times sagði síðan frá því í lok febrúar að bóluefnið sem Pfizer-BioNTech framleiddi væri mun árangursminna við að koma í veg fyrir sýkingu hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára en hjá eldri unglingum eða fullorðnum, samkvæmt stóru gagnasafni frá heilbrigðisyfirvöldum í New York fylki.