Að minnsta kosti helmingur af 22,2 milljónum Twitter-fylgjenda Joe Biden forseta er ekki ekta samkvæmt nýrri úttekt.
Úttektin, sem gerð var fyrir samfélagsmiðilinn af hugbúnaðarfyrirtækinu SparkToro, leiddi í ljós að 49,3% fylgjenda forsetans eru „falsfylgjendur,“ samkvæmt Newsweek.
SparkToro hefur skilgreint „falsfylgjendur“ sem „aðgang sem ekki er hægt að ná sambandi við og mun ekki sjá tístin (annað hvort vegna þess að það er ruslpóstur, vélmenni, áróður o.s.frv. eða vegna þess að þeir eru ekki lengur virkir á Twitter).“
Elon Musk, forstjóri Tesla, sem er að reyna að kaupa Twitter, hefur lýst áhyggjum sínum yfir vaxandi fjölda falsaðganga og lagt til hugsanlegar aðgerðir.
Musk sagðist telja að 20% allra Twitter aðganga væru ekki ekta og hét því að ganga ekki í gegn með 44 milljarða dala kaup sín á samfélagsmiðlinum fyrr en málið væri leyst.
„Tilboð mitt var byggt á því að SEC skráningar Twitter væru nákvæmar,“ sagði Musk.
„Í gær neitaði forstjóri Twitter opinberlega að sýna sönnun fyrir því að falsaðgangar væru færri en 5%. Þessi viðskipti geta ekki haldið áfram fyrr en hann gerir það." sagði Elon Musk.
One Comment on “Um helmingur Twitter fylgjenda Bandaríkjaforseta er tilbúningur”
Vert ad geta thess ad tharna er verid ad tala um hinn opinbera adgang bandarikjaforseta @POTUS
sem ad færist á milli forseta við stjórnarskipti.
Má því áætla að svipað hlutfall hafi verið á aðganginum þegar forveri hans var við völd.