„Brasilía ætlar EKKI að taka þátt í þessum WHO heimsfaraldurssáttmála, Brasilía er sjálfstætt ríki,“ sagði Jair Bolsonaro forseti Brasilíu.
„Brasilía er sjálfstætt ríki og mun ekki vera með í þessu, þið getið gleymt því. Ég hef þegar talað við utanríkismálanefnd okkar og ef af þessum sáttmála verður, þá verður það án Brasilíu,“ sagði hann.
„Þar að auki var ég eini stjórnmálamaðurinn sem fylgdi ekki lokunarstefnunni. Ég sagði að við yrðum að huga að þeim gömlu og veiku og rannsóknir í dag utan Brasilíu sýna sérstaklega að ég hafði rétt fyrir mér,“ útskýrði Bolsonaro.
Bolsonaro sagði síðan að São Paulo hafi verið það fylki sem lokaði sig mest af en væri með flest dauðsföll á hverja 100.000 manns.
„Þetta er merki um að ég hafi haft rétt fyrir mér,“ sagði Bolsonaro (sjá myndband neðar).
Í nóvember sl. lenti Jair Bolsonaro í deilum við Tedros Adhanom forstjóra WHO um bóluefnin og Covid aðgerðir. Bolsanero sagði að „í Brasilíu væru margir sem höfðu fengið annan skammtinn af bóluefninu að fá COVID.“ Tedros svaraði með því að segja að bóluefnið stöðvaði ekki útbreiðslu COVID heldur drægi það úr hættu á alvarlegum veikindum og dauða.
„Í Brasilíu eru margir sem fengu annan skammtinn að deyja,“ útskýrði Bolsonaro, sem Tedros svaraði með því að segja að undirliggjandi sjúkdómum væri um að kenna.
Bolsonaro gagnrýndi síðan að Tedros væri ekkert að gera í því að stöðva skyldubólusetningar barna, sem Tedros svaraði með því að segja að WHO styddi ekki bólusetningu barna.
Forseti Brasilíu sagðist síðan harma það að í hvert sinn sem hann spyrði spurninga um bóluefnið væri hann sakaður um „falsfréttir.“
„Hendur okkar eru bundnar, líf barnanna okkar er í húfi,“ sagði Bolsonaro.
Þegar hann spurði Tedros um uppruna COVID-19 hló Tedros og sagði: „Við erum enn að rannsaka það“ (sjá síðara myndbandið neðar).
Bolsonaro hefur lengi verið efins um bóluefnið og COVID-19 lokanir.
Bóluefnin auka líkur á alnæmi
Hæstiréttur Brasilíu hóf í desember sl. rannsókn á ummælum Jair Bolsonaro forseta þar sem hann fullyrti að Covid-19 bóluefni gætu aukið líkurnar á því að fá ónæmissjúkdóminn alnæmi. Engar nýjar fréttir hafa þó borist af rannsókninni. En síðan þá hefur úkraínski læknirinn Dr. Vladimir (Zev) Zelenko einmitt sagt frá því að stór hluti Ísraela hafi þróað með sér alnæmi eftir allar bólusetningarnar.
Ummælin sem skrifuð voru á Facebook í beinni útsendingu í október, urðu til þess að Facebook og YouTube lokuðu tímabundið á forsetann samkvæmt reglum þeirra um „falsfréttir.“
Bolsonaro sem hefur neitað að fara í Covid sprautu fékk þrátt fyrir það að mæta á fund Sameinuðu þjóðanna sl. haust, en hann gat aftur á móti ekki sótt veitingastaði sem allir kröfðust bóluefnapassa. Forsetinn og fleiri létu sér því nægja að borða pylsur úti á strætum New York borgar.
One Comment on ““Þið getið gleymt því – Brasilía er sjálfstætt ríki og verður ekki með í þessum WHO faraldurssáttmála””
Alvöru Forseti þarna