Jeff Sachs: “tilraunir Bandaríkjamanna í Wuhan gætu hafa stuðlað að uppruna Covid-19”

frettinErlentLeave a Comment

Tilraunir Bandaríkjamanna gætu hafa stuðlað að uppruna Covid-19, segir hinn þekkti hagfræðiprófessor, Jeffrey Sachs, og hefur kallað eftir óháðri rannsókn á því hvort vírusinn hafi lekið út af rannsóknarstofu.

Prófessor Sachs, sem hefur tvisvar verið nefndur einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af tímaritun Time kallaði eftir því að háskólar og rannsóknarstofnanir opnuðu gagnagrunna sína til ítarlegrar skoðunar, vegna ótta um að rannsóknarstofur væru að erfðabreyta vírusum.

Covid-19 byrjaði fyrst að breiðast út á blautmarkaði í Wuhan, um átta mílur frá Wuhan Institute of Virology (WIV).

Prófessor Sachs, sem einnig er formaður Lancet Covid-19 framkvæmdastjórnarinnar, skrifaði í tímaritið PNAS og sagði að það væri ljóst að vísindamenn frá háskólanum í Norður-Karólínu (UNC) og EcoHealth Alliance (EHA) í New York hefðu unnið með WIV í að fikta við vírusa.

„Rannsóknartillögur sýna glögglega að samstarfið byggðist meðal annars á því að safna fjölda óskráðra Sars-líkra vírusa og taka þátt í breyta þeim... sem gæti hafa leitt til þess að loftborinn vírus hafi smitað starfsmann á rannsóknarstofu,“ sagði Sachs í grein sem hann skrifaði með prófessor Neil Harrison frá Columbia háskólanum.

Greinarhöfundar sögðu að fyrir heimsfaraldurinn hafi verið unnið að Sars-líkum kórónuveirum sem hluta af vísindarannsóknaverkefni sem Bandaríkin og Kína unnu að í „mjög nánu samstarfi“ og styrkt var af bandarískum stjórnvöldum í gegnum The National Institute of Health (NIH).

Í þessu verkefni, þekkt sem PREDICT, var leitast við að bera kennsl á vírusa sem áttu möguleika á að stökkva frá dýrum til manna.

Vísindamenn söfnuðu leðurblökukórónuveirum frá Kína og Suðaustur-Asíu, sem voru sendir til ýmissa rannsóknarstofa til að „raða“, „geyma“, „greina“ og „breyta.“

Telegraph sagð frá og nánar má lesa um málið hér.

Skildu eftir skilaboð