Skotárás í Texas – 14 skólabörn og einn kennari látin

frettinErlentLeave a Comment

Að minnsta kosti 15 manns, þar af 14 börn og einn kenn­ari, létust eft­ir skotárás í grunn­skól­anum Robb Elementary, í borg­inni Uvalde í Texas í Banda­ríkj­unum.

Þessu greina helstu miðlar frá, m.a. BBC.

Tvær sög­ur fara reyndar af tölu lát­inna enn sem komið er. Greg Ab­bot, rík­is­stjóri í Texas, sagði í ávarpi að 14 börn og einn kenn­ari hefðu lát­ist, en sjúkrahús í borg­inni seg­ir aft­ur á móti að tveir séu látn­ir en tölu­vert fleiri særðir.

Í sama ávarpi sagði Ab­bot að sá grunaði væri 18 ára karl­maður, Salvador Romas, bú­sett­ur í borg­inni.

„Talið er að hann hafi farið inn með skamm­byssu og gæti hafa verið með riff­il, en það hefur ekki verið staðfest,“ sagði Ab­bot.

Skildu eftir skilaboð