Páll Vilhjálmsson kennari og blaðamaður skrifar:
Útlendingar sameina íslenska vinstrimenn. Vinstrimenn fyrirlíta íslenska alþýðu, menningu hennar og lífsviðhorf. Mottóið er „allt er betra en íslenskt.“
Andúðin liggur í erfðamenginu. Þjóðin afþakkar forræði vinstrimanna og hefur allaf gert. Flokkar þeirra skipta um nafn og kennitölu, ýmist fjölgar þeim eða fækkar, en alltaf segir almenningur nei, takk.
Aðeins einu sinni í Íslandssögunni fá vinstrimenn meirihluta, þegar þjóðin var hugstola eftir svokallað hrun. Á valdatíð Jóhönnustjórnarinnar lék allt á reiðiskjálfi. Stjórnarskráin var í uppnámi, fullveldinu var nærri fargað í þágu útlendinga í Brussel og fjármálakerfið var afhent útlendingum á silfurfati.
Vinstrimenn nenna ekki að bíða eftir næstu móðuharðindum til að komast yfir landsstjórnina. Þrautaráðið er að fylla landið útlendingum. Skipta um þjóð í landinu.
Vinstripresturinn Davíð Þór, spaugari á yngri árum og ritstjóri klámrits, tónar boðskapinn: þeir sem efast um ágæti yfirtölu útlendinga á Fróni fari beina leið til helvítis.
Kjöftugum ratast þar óviljandi satt orð í munn. Vinstrimönnum er helvíti hugstæðara en himnaríki. Gúlagið fremur en grænir hagar.
Amen.