Eiginmaður kennara sem lést í skotárásinni sagður hafa látist úr sorg vegna voðaverksins

frettinErlentLeave a Comment

Joe Garcia eiginmaður kennara sem myrt var í fjöldaskotárásinni í Uvalde í Texas, lést af völdum hjartaáfalls tveimur dögum eftir voðaverkið. Kennarinn og eiginkona hans, Irma Garcia, var 46 ára gömul þegar hún lést.

Fjölskyldumeðlimur staðfesti andlát hans á twitter og sagði að hann hefði „látist af sorg.“ Parið hafði verið saman síðan í menntaskóla og eignuðust fjögur börn, að sögn Dallas News.

„Ég er sannarlega orðlaus um líðan okkar og sorg,“ tísti John Martinez, frændi Irma Garcia. „Vinsamlegast biðjið fyrir fjölskyldunni okkar. Guð miskunna þú okkur, þetta er ekki auðvelt.“

Garcia hafði starfað við Robb grunnskólann í 23 ár þegar hún var myrt og þótti afkastamikil kennari. Árið 2019 hlaut hún Trinity-verðlaunin fyrir framúrskarandi kennslu.

Garcia var virt af sínum samstarfsfélögum og elskuð móðir og stolt af börnum sínum fjórum, hún skrifaði nýlega á kennarasíðu skólans: „Elsti sonur minn er að klára Marine Boot Camp og yngri sonur minn Jose er í Texas State háskólanum,“ „Elsta dóttir mín, Lyliana, er að fara á sitt annað ár í menntaskóla og yngsta dóttir mín Alysandra fer í 7. bekk á þessu ári.

Hjónin höfðu verið gift í 24 ár, Joe Garcia var 49 ára þegar hann lést.

Skildu eftir skilaboð