Ríkisstjóri Flórída styður ekki WHO heimsfaraldurssáttmálann – „No Way“

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjóri Flórída, Ron De Santis, sagði í dag að það  væri ekki séns“ að Flórída myndi styðja breyttan faraldurssáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem felur í sér framsal aðildarríkja til „neyðarnefndar“ á vegum stofnunarinnar sem með breytingunum fengi vald til að ákveða hvað teldist vera heimsfaraldur, ásamt viðbrögðum og aðgerðum, á heimsvísu eða hjá einstaka ríkjum, án aðkomu kjörinna stjórnvalda viðkomandi ríkis eða ríkja.

Auk þess fela breytingarnar í sér alþjóðlega stafræna bólusetningapassa fyrir hvert mannsbarn á jörðinni. Hér má lesa nánar í hverju breytingarnar felast.

Og hér má hlýða á De Santis lýsa því yfir að Flórída taki ekki þátt: vel á minnst...við í Flórída, það er ekki séns að við mun nokkurn tímann styðja þetta W.H.O dæmi, ...ekki séns að það muni gerast.


Skildu eftir skilaboð