NIH rannsókn: Óbólusettir mun líklegri til að mynda ónæmi eftir Covid sýkingu en bólusettir

frettinErlentLeave a Comment

Lítið hefur farið fyrir athyglisverðri rannsókn sem bandarískir vísindamenn frá NIH (National Institute of Health) og Moderna Inc. gerðu og birt var fyrir u.þ.b. mánuði á medRxiv.

Rannsóknin sýnir að óbólusettir eru mun líklegri til að mynda breiðvirkt ónæmi eftir Covid sýkingar heldur en þeir sem hafa fengið mRNA Covid sprautur.

Vísindamennirnir framkvæmdu rannsóknina til að meta mótefni gegn kjarnprótíninu (e. nucleocapsid), eftir Covid-19 smit.

Rannsóknin greindi gögn frá 1.789 þátttakendum (1.298 fengu lyfleysu og 491 fengu bóluefni) með Covid-19 sýkingu á 99 stöðum í Bandaríkjunum í blindaða hluta rannsóknarinnar (fram til mars 2021).

Vísindamennirnir skoðuðu þróun and-nucleocapsíð mótefna hjá fólki sem hafði tekið þátt í klínískri rannsókn Moderna og hafði sýkst af Covid. Rannsakendur komust að því að bólusetta fólkið var mun ólíklegra til að mynda and-nucleocapsíð mótefni. Aðeins 40 prósent þeirra sem fengu sprauturnar voru með mótefni, samanborið við 93 prósent þeirra sem ekki höfði fengið bóluefnið.

En þeir tóku þetta skrefinu lengra. Þar sem sýkta fólkið hafði verið í rannsókninni hafði veirumagn þeirra verið nákvæmlega mælt þegar í ljós kom að það var með Covid. Rannsakendur gátu því borið saman bólusetta og óbólusetta einstaklinga sem voru með sama veirumagn í blóðinu.

Enn og aftur komust rannsakendur að því að óbólusettir voru mun líklegra til að mynda and-nucleocapsíð mótefni heldur en þeir bólusettu. Óbólusettur einstaklingur með væga sýkingu hafði 71 prósent líkur á að fá ónæmissvörun sem innihélt þessi mótefni. Bólusettur einstaklingur hafði um það bil 15 prósent líkur.

Aðeins í tilfellum þar sem um mjög alvarlega sýkingu var að ræða og mjög mikið veirumagn minnkaði munurinn verulega; í þeim tilfellum var allt óbólusett fólk og flestir bólusettir með and-nucleocapsíð mótefni.

Taflan hér neðar gæti valdið bólusettum áhyggjum: gula línan sýnir líkurnar á því að óbólusettur einstaklingur myndi and- nukleocapsíð mótefni gegn Sars-Cov-2, lagskipt eftir veirumagni. Bláa línan sýnir sömu líkur fyrir einstakling sem fékk mRNA sprautu.

Óbólusettir hafa næstum 60 prósent líkur á að mynda mótefni jafnvel við mjög væga sýkingu; bólusettur einstaklingur þarf næstum 100.000 sinnum meiri veirumagn í blóði til að eiga sömu möguleika.

Sjá nánar hér.

Skildu eftir skilaboð