José Maria Fernandez Sousa-Faro, forstjóri evrópska lyfjarisans PharmaMar, hefur verið kærður af lögreglu fyrir að vera með falsað Covid-19 bólusetningavottorð.
Dr. Sousa-Faro er meðal 2.200 manna á lista sem landslögreglan hefur tekið saman yfir þá sem fengu ekkert bóluefni en eru skráðir sem bólusettir í heilbrigðiskerfi landsins. Á listanum eru mörg þekkt andlit og fólk sem tilheyrir yfirstéttinni.
Dr. Sousa-Faro tók þátt í að rannsaka Covid-19 bóluefnin og geta það varla talist góð meðmæli að forstjórinn hafi frekar viljað saltvatn og borgað fyrir það offjár.
Lögreglan heldur því fram að Sousa-Faro hafi séð um að láta sprauta sig með saltlausn í stað Covid-19 bóluefnis og greitt þúsundir dollara fyrir að láta bæta nafni sínu á bólusetningarskrá Spánar, eins og staðfest var af lögreglunni og greint frá af El Periodico de Espana.
Samkvæmt El Mundo framkvæmdi spænska lögreglan rannsóknina sem kallast Operation Jenner og afhjúpaði fjölda frægs fólks og annarra úr elítunni sem greiddu fyrir láta skrá nöfn sín í bólusetningakerfið, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið Covid-19 bóluefnið.
Meðal þeirra ákærðu eru Bruno González Cabrera varnarmaður sem lék með Betis, Getafe, Levante og Valladolid. Fabio Díez Steinaker olympíufari í strandblaki, hnefaleikakappinn og glímukappinn José Luis Zapater frá Valencia, öðru nafni Titín, sem lék í meira en þúsund bardögum.
Euro Weekly News greindi frá því að sá sem falsaði skráningarnar væri sjúkraliði á La Paz háskólasjúkrahúsinu, og er hann sakaður um að hafa rukkað um 200.000 evrur fyrir skráningu um 2.200 einstaklinga í Covid-19 bólusetningakerfi landsins. Hann hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi.
Meðal fræga fólksins sem verið er að rannsaka eru: José María Fernández Sousa-Faro, forseti lyfjafyrirtækisins PharmaMar, Trinitario Casanova, einn ríkasti maður Spánar, Kidd Keo tónlistamaður, rappsöngvararnir Anier og Jarfaiter, Veronica Echegui, leikkona, Bruno Gonzalez Cabrera knattspyrnumaður, Fabio Díez Steinaker, fyrrverandi ólympíufari í strandblaki, José Luis Zapater, öðru nafni Titín, fyrrverandi hnefaleikamaður og Camilo Esquivel sem er þekktur og virtur læknir.
Samkvæmt lögreglunni sem rannsakar 2.200 fölsuð Covid-19 bólusetningarvottorð var gjaldið háð efnahag og stöðu, því mikilvægari sem viðkomandi var, þeim mun hærra var gjaldið.