Á þriðjudag birtu nýsjálenskir lækna og lyfjafræðingar opið bréf um nauðsyn þess að rannsaka dauðsföll í kjölfar Covid-19 bólusetninga, og fram kemur að „ítarlegri útgáfa sé í undirbúningi fyrir lögregluna.“
NZDSOS er hópur lækna, tannlækna, lyfjafræðinga og dýralækna sem hefur myndað bandalag við aðra hópa bæði í Nýja-Sjálandi og á alþjóðavettvangi:
„Við biðlum aftur til lögreglunnar, undir forystu Andrew Coster, og þingmanna okkar, um að grípa inn í til að vernda fólkið,“ segir NZDSOS í bréfi sínu sem ber yfirskritina „Dauðsföll eftir C-19 bólusetningar.“
„Það er átakanlega mikið af dauðsföllum og veikindum í kjölfar Covid-19 bólusetninganna, í samanburði við allar aðrar lyflækningar eða bólusetningar seinni tíma. Við tilkynnum um fjölda tilvika sem krefjast ítarlegar rannsóknar, eins og gert er með öll lyf sem skortir öryggisrannsóknir.“
„Eftirlitskerfi okkar hafa verið gerð óvirk, til að fela umfang skaðans. Að tilkynna um aukaverkanir er ekki skylda og það eitt og sér grefur undan öllum tilraunum til að sýna fram á að bóluefnið sé öruggt.“
„Börn og ungmenni eru að deyja og þjást af hjartakvillum (þótt margir heilbrigðir aldraðir hafi einnig látist), og áhættan sem unga fólkinu stafar af Covid-19 er sérlega lítil. Við teljum að verið sé að ljúga að okkur.“
Health Forum New Zealand, sem eru samtök heilbrigðis- og vísindamenntaðra sjálfboðaliða, hafa haldið úti gagnagrunni yfir dauðsföll og skaða í kjölfar Covid-bólusetninga. Gagnagrunnurinn hefur aðallega verið byggður á tilkynningum frá ættingjum, vinum og heilbrigðisstarfsmönnum um fólk sem hefur látist í kjölfar Covid-sprautunnar.
Nánar má lesa um málið hér.
One Comment on “Nýsjálenskir læknar biðja lögreglu að rannsaka dauðsföll og veikindi eftir bólusetningar”
Why are you spreading all this fakenews? Of course you know these are all lies, but I have no clue WHY you want to make normal people believe this shit. I have a friend who is no friend anymore, just because she believes all your bullshit. Hope you will get severly punished for destroying other people’s live.