Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að bóluefnið sem nota eigi við apabólunni muni koma til landsins en ekki er vitað hvenær og hversu mikið magn.
„Við erum að kaupa en þetta er allt í gegnum Evrópusambandið því það er náttúrulega slegist um þessi bóluefni. Evrópusambandið hefur virkað sem miðlægur aðili varðandi þetta bóluefni sem er fáanlegt. Það er náttúrulega til í takmörkuðu upplagi. Við munum fá bóluefni líka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Ekki er vitað um fjölda skammta sem mun berast til Íslands en hann telur að það muni taka mið af höfuðtölu Íslands.
Þórólfur sagði að til væru bóluefni gegn bólusótt á landinu en þeim fylgdu miklar aukaverkanir en nú væri komið breytt og betri útgáfa:
„Þeim bóluefnum er unnt að beita gegn apabóluveirunni. „Það eru miklir eiginleikar sameiginlegir með bólusótt og apabóluveirunni. Þetta er sama gerð af veiru, þó hún sé miklu vægari, apabóluveiran, heldur en bólusótt. Bóluefnin virka gegn báðum þessum veirum,“ sagði Þórólfur.
En bóluefnið við bólusótt hefur haft hvað mestu tengslin við hjartavöðvabólgu samkvæmt upplýsingum á vef National Library of Medicine (NLM), þ.e.a.s af öllum bóluefnum sem notuð eru. Upplýsingarnar á NLM eru frá 2018 og þá var ekki búið að taka Covid-bóluefnið í notkun sem virðist valda fleiri tilfellum af hjartabólgum en sagt var í upphafi, samkvæmt Lyfjastofnun Svíþjóðar.
One Comment on “„Slegist um apabóluefnið“ segir sóttvarnalæknir – „ný útgáfa með minni aukaverkunum“”
Skyldi vera búið að kanna hvort Ivermectin virki á þennan apabóluvírus.? Er ekki í lagi með að bíða með bólusetningar til almennings og panta fyrir þennan litla hóp sem er í mestri áhættu?