Eftir Ingibjörgu Gísladóttur:
Í Yuma í Arizona búa um 200 þúsund manns. Þar er nú um stundir verið að fletta ofan af víðtæku kosningasvindli. Kona að nafni Guillermina Fuentes (demókrati) sem situr í skólaráði í sýslunni og er fyrrum bæjarstjóri í San Luis á að mæta fyrir rétti þann 2. júní þar sem hún hyggst játa sig seka um kosningamisferli.
Samkvæmt miðlinum Gateway Pundit hafði hún ætlað að lýsa yfir sakleysi sínu en verið ljóst að eftir að heimildamynd Dinesh D´Souza um ólöglega dreifingu kjörseðla, 2.000 Mules, kom út að sér væri ekki stætt á því, enda hafði Alma Yadira Juarez þegar viðurkennt fyrir lögreglu að hafa fyrir forsetakosningarnar síðustu dreift kjörseðlum sem Fuentes afhenti henni. Annar meðlimur sama skólaráðs, Gloria Torres liggur einnig undir grun um kosningasvindl og í allt eru kærurnar sextán.
Að baki myndinni 2.000 Mules liggur starf fjölmargra einstaklinga. Catherine Engelbrecht stofnað samtökin True the Vote, baráttusamtök fyrir heiðarlegum kosningum, 2009 og rannsakaði ásamt Gregg Phillips, gegnheilum íhaldsmanni sem á 40 ára stjórnmálaþátttöku að baki, misferli með kjörseðla. Það voru svo David Lara (sem hafði lengi skrásett kosningasvindl í Yuma sýslu) og Gary Snyder sem býður sig fram til öldungadeildar Arizona sem lögðu til sönnunargögnin í Yuma, en þeir höfðu sett upp falda myndavél.
Samkvæmt Gateway Pundit afhentu þeir yfirsaksóknara sýslunnar, Mark Brnovich, gögnin löngu áður en kosið var en hann beið fram í desember með að gefa út ákæru.
Ef til vill óttaðist Brnovic viðbrögð demókrata. Er kosningalögum var breytt í Texas og Georgíu á síðasta ári olli það miklu fjölmiðlafári - svo miklu að Jake Tapper hjá CNN ofbauð og benti á að demókratar kvörtuðu eingöngu undan kosningalögum í ríkjum sem repúblikanar stjórna en ekki undan stífum lögum í New Jersey, Delaware eða New York.
Gregg Phillips lofar enn stærri uppljóstrunum sem muni líklega sundra þjóðinni enn frekar. Hinn 28.maí mætti hann í spjall við Patel Patriot í þættinum The Power Hour. Þar sagði hann frá því að True the Vote hefði komið upp um fjölþjóða lið er hefði milljarða dollara til ráðstöfunar, og þegar upplýsingar um hvernig áhrifum hefði verið beitt í forsetakosningunum síðustu, kæmu fyrir sjónir almennings þá myndu menn gleyma öllu um myndina 2.000 Mules. Sannanirnar séu óvéfengjanlegar og stofnanir alríkisins taki þátt í rannsókninni með þeim. Allt sem menn þættust vita um þessar kosningar yrði að endurmeta.
Hér má finna slóð á viðtalið þar sem Gregg lofar stórum tíðindum innan skamms.