Einum fremsta tennisleikara allra tíma og nýkrýndum Wimbledon meistara í tennis Novak Djokovic hefur verið meinað af bandarískum stjórnvöldum að koma til Bandaríkjanna til að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er sú að hann hefur ekki látið sprauta sig með tilraunabóluefnunum við Covid-19.
Djokovic sem hefur unnið samtals 21 stórmót í tennis og þar af Opna bandaríska mótið þrisvar sinnum var einnig í byrjun þessa árs meinað af áströlskum stjórnvöldum að koma til Ástralíu til að keppa á Opna ástralska meistarmótinu í tennis þar sem hann hafði titil að verja. Opna ástralska mótið hefur Djokovic unnið samtals níu sinnum.
Djokovic sem er þekktur fyrir heilbrigt líferni hefur lýst því yfir að heilsu sinnar vegna muni hann ekki láta sprauta sig með tilraunabóluefnunum við Covid-19.
Fjöldi tennisleikara í vanda eftir tilraunasprauturnar
Í mars þurfti sigurvegarinn á Opna ástralska mótinu Rafael Nadal að draga sig út úr móti í Bandaríkjunum í mars sl. vegna öndunarerfðileika. Þá dró hann sig út úr keppni á Wimbledon mótinu núna í sumar og bar við meiðslum.
Þá urðu 15 tennisleikarar að draga sig út úr keppni á Opna Miami mótinu í byrjun apríl sl. vegna öndunarerfiðleika . Í úrslitaleik karla á þessu móti lenti Daniil Medvedev í miklum öndunarerfiðleikum sem hann sagði að hefði gert út um möguleika hans á sigri .
Þá sagði Fréttin frá því í mars að frönsku tennisleikararnir Gael Monfilis og Jeremy Chardy væru frá vegna aukaverkana eftir bólusetningar. Gael Monfils, fremsti tennisleikari Frakklands var mjög opinskár um vandamálið og kenndi aukaverkunum af Covid-örvunarsprautunni um að hafa ekki getað tekið þátt í mótum.