Bandarísk litíumnáma mun eyðileggja umhverfið, menningararfleifð og útrýma bændum á svæðinu

frettinErlentLeave a Comment

Thacker Pass litíumúmnáman er staðsett á útdauðu ofureldfjalli og er stærsta þekkta litíumauðlindin í Bandaríkjunum. Þegar Lithium Nevada er komið í gang í opnu námunni er gert ráð fyrir að hún skili milljörðum dollara í tekjum og milljónum í skatta.

En þetta mun einnig eyðileggja Peehee Mu'huh, helgan stað fyrir Fort McDermitt ættbálkinn, eyðileggja nærumhverfið og flytja bændur og búgarðseigendur af svæðinu segir John Hadder, forstöðumaður Great Basin Resource Watch (GBRW), námuverndarhópsins.

Þrátt fyrir þetta, var fyrr á þessu ári veitt leyfi fyrir Thacker Pass Lithium Mine verkefnið og samþykkt með flýtiáætlun.

Peningar tala

Nákvæmar áætlanir eru ýmiskonar, en almennt eru menn sammála um að markaður rafknúinna farartækja (EV) verði fljótlega milljarða dollara virði. Og vegna þess að flestir rafbílar reiða sig á litíumjónarafhlöður er námuvinnsla á þessum þætti vægast sagt ábatasamur - sumar áætlanir gera ráð fyrir 94,4 milljarða dollara verðmætum árið 2025.

Hins vegar, eins og er, eru Bandaríkin mjög háð Kína með hráefni úr jörðu, nokkuð sem Biden-stjórnin viðurkenndi að væri efnahagsleg og þjóðhagsleg öryggisógn. 

Þar af leiðandi fyrirskipaði Joe Biden forseti Bandaríkjanna að auka skyldi innlenda hráefnaframleiðslu til að berjast gegn ógninni og njóta góðs af uppsveiflu rafbíla. Fletta má upp dótturfyrirtæki Lithium Americas, Lithium Nevada Corp. (LNC), og Thacker Pass til að skoða málið nánar.

Thacker Pass, sem var upphaflega uppgötvað árið 1975, er staðsett í Humboldt-sýslu í norðurhluta Nevada og er talið innihalda 3,1 milljarð kílóa af litíumkarbónati.

Thacker Pass litíum verkefnið

Þegar þetta er algjörlega komið í gagnið, mun Thacker Pass framleiða 60.000 tonn á ári (tpa), nokkurn veginn nóg til að framleiða 6 milljónir rafbíla á ári.

Í desember 2020 gaf LNC út lokayfirlýsingu sína um umhverfisáhrif (EIS) til skrifstofu landstjórnunar (BLM), þar sem fram kom að Lithium Nevada áformar að „smíða og reka litíumnámu í opinni holu.“

Sum áhrifin sem EIS fundu meðal annars er mengun grunnvatns með hærra en viðurkenndu magni af antímóni, arseni, súlfati og heildaruppleystu efnum (TDS), eyðingu 5.695 hektara og 10 feta niðurdrætti á vatnsborðinu. Hadder benti á að þessar áætlanir væru hlutdrægar þar sem greiningin kemur frá námuverktakanum.

Athyglisvert er að EIS hafi upplýst að náman myndi vanhelga 52 sögulega eða forsögulega staði og myndi skila yfir 8,2 milljónum dollara í skatta í fyrsta áfanga (byggingar og upphafsrekstri) og í öðrm áfanga (fullum rekstri), tæplega 9.2 milljónir dollara í skatta.

Vatn rennur í gegnum áveituskurð í Fernley, Nevada um 30 mílur austur af Reno, 18. mars 2021.

Í kjölfar EIS flýtti stofnunin, Nevada Environmental Protection Agency (NEPA), Thacker Pass leyfinu LNC, þrátt fyrir að greiningin hafi sýnt að þetta muni valda miklum hörmungum fyrir samfélagið og útrýmingu indíánaættbálka á svæðinu.

„Alríkis NEPA ferlinu var lokið á innan við ári. Venjulega er NEPA ferlið á bilinu 3-5 ár ef allt er í lagi og það eru litlar sem engar áhyggjur almennings,“ sagði Hadder.

Námuvinnsla mjög eyðileggjandi fyrir umhverfið

„Námuvinnsla er mjög eyðileggjandi fyrir umhverfið og truflar nærliggjandi samfélög, þannig að ferlið við að leyfa námuvinnslu verður að fara fram með varlegum og skynsamlegum hætti og með strangri greiningu á umhverfisáhrifum og mótvægisaðferðum“

Í því skyni að vernda landið og standast þróun LNC, höfðuðu bændur og samtök í Norður-Nevada og samtök eins og GBRW mál, þar sem þeir fullyrtu að bæði BLM og LNC hefðu hraðað samþykktarferli, hunsað umhverfisáhrifin og brotið gegn rétti stefnenda.

Í máli Bartell gegn Ester M. McCullough/Bureau of Land Management benti stefnandinn, Edward Bartell, á að búgarðurinn hans væri handhafi nokkurra alríkisbeitarleyfa og ætti einkabújarðir og vatnsréttindi sem litíumnáman ógnaði.

„Náman gæti haft áhrif á getu þeirra til að stunda búskap og búgarða á svæðinu. Loftgæði munu minnka og vörubílaflutningar sem flytja efni til og frá námunni muni stóraukast og aukinn vatnsskortur væri einnig líklegur. Það er augljós möguleiki á því að þessir bændur og búgarðseigendur muni á endanum selja eignir sínar við námuna og fjölskyldubúskapur á svæðinu muni hætta,“ staðfesti Hadder.

Í Western Watersheds verkefninu, Great Basin Resource Watch, Basin og Range Watch og Wildlands Defence gegn innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna/BNA, sögðu lögfræðingar stefnenda:

„Í flýtinum við að koma verkinu í framkvæmd brutu stefndu alríkislöggjöf um umhverfismál og sópuðu alvarlegum umhverfisáhrifum námunnar undir teppið.

Fyrirhuguð litíumvinnsla.

Hadder fullyrti beinlínis: litíumnámur er ekki sú loftslagslausn sem hún er kölluð. Námuvinnsla ... er drifkraftur loftslagsbreytinga… Það er meira í loftslagsbreytingum en eingöngu kolefnislosun. Það er breyting á landnotkun, tap á líffræðilegum fjölbreytileika og gífurleg eyðilegging á náttúrunni sem er óafturkræf.

„Námuvinnsla eykur allar þessar hliðar loftslagsbreytinga á sama tíma og hún tekur burt stóran hluta af heilbrigðu umhverfi sem virkar sem kolefnisvaskur. Margar af þessum námustöðum verða aldrei endurheimtar og sitja sem eitruð arfleifð námuiðnaðarins á landslaginu,“ sagði Hadder.

Áhugavert er að áætlun LNC um að reka opna námu hefur í för með sér að Thacker Pass verkefnið mun nota sömu námuaðferðir og kolaútfelliggar. Það mun einnig framleiða 132.588 tonn á ári í losun gróðurhúsalofttegunda í áfanga II. Til samanburðar losar dæmigerð farþegabifreið um 4,6 tonn af koltvísýringi á ári, samkvæmt Umhverfisstofnun.

Hins vegar, ólíkt kolum, þegar það hefur verið dregið út, verður leirlíkt litíumgrýti að gangast undir nýtt sýruútskolunarferli til að skilja litíumið frá leirnum. Samkvæmt LNC verður litíumgrýti að vera „mulið, sigað og síðan flutt sem efnasull í útskolunarrásina þar sem brennisteinssýru verður bætt við til að festa málmgrýtið og losa litíum úr leirnum.

Verið er að hlaða kolum á vörubíl í kolanámu á toppi Kayford-fjalls í Vestur-Virginíu, 12. júní 2008.

Sú krafa, sem einnig er vísað til í EIS, mun hafa veruleg umhverfisáhrif, segir Hadder.

„Benisteinssýruverksmiðjan verður uppspretta loftmengunar; agna, köfnunarefnisoxíðs, brennisteinsdíoxíðs og brennisteinsvetnis ásamt venjulegum rokgjörnum lífrænum efnasamböndum. Þegar málmgrýti hefur verið skolað út og litíum dregið út, þá stendur eftir afgangur sem verður súr og hugsanleg uppspretta vatnsmengunar í óákveðinn tíma — hugsanlega hundrað ár eða lengur.“

Að auki, samkvæmt skýrslu LNC, myndi Thacker Pass litíumnáman þurfa 5200 ekrur af vatni á ári í fyrsta áfanga og 10.400 ekrur á ári í öðrum áfanga. Það eru um það bil 847 milljónir lítra af vatni árlega og tæplega 1,7 milljarðar lítra af vatni þegar náman er í fullum rekstri.

Vatnið kæmi frá Quinn-Production brunninum í Orovada Subarea Hydrographic Basin, sem Hadder benti á í viðtali við Epoch Times og Nevada deild umhverfisverndar, er þegar úthlutað um 30.271 hektara á ári (jafngildir um eins feta djúpu vatni á um 15,000 hektara landi).

Sögulegt áfall, endurskoðað

Umhverfisáhrifin eru einn þáttur sem vert er að íhuga með Thacker Pass, en það er ekki það eina.

Þann 16. júní samþykkti The National Congress of American Indians (NCAI), elstu og stærstu landssamtök ættbálkastjórna í Ameríku og Alaska, ályktun sem ber yfirskriftina: „Stuðningur við öryggi frumbyggja í gegnum andstæðar mannabúðir fyrir Thacker Pass,“ sem útskýrir eina af ástæðum þess að þeir eru á móti Thacker Pass námunni.

Peehee Mu'huh er staðsett aðeins 25 kílómetra frá Fort McDermitt Paiute og landamærum Shoshone ættbálkanna, heilagur staður sem á sér blóðuga sögu.

Frá örófi alda hefur Paiute og Shoshone fólkið séð um, ræktað og búið í Peehee Mu'huh. En árið 1865, á meðan veiðimennirnir voru í burtu, gerði hópur bandarískra riddara atlögu að konum, börnum og öldungum.

Þegar veiðimennirnir komu til baka „fundu þeir rotnunarlykt. Þeir komu fljótlega að stað sem fjöldamorð hafði farið fram, öldungar þeirra, konur og börn lágu í valnum og innyflum hafði verið dreift um svæðið á þeim hluta skarðsins sem var í laginu eins og hálfmáni þegar horft er frá austri. Þannig fékk svæðið frumbyggjanafn sitt: Peehee Mu'huh eða „rotið tungl,“ útskýrir Daranda Hinkey, ættbálkur Fort McDermitt Paiute Shoshone.

Ennfremur er ástæða fjöldamorðanna sú, samkvæmt sögulegum heimildum ættbálkana og NCAI, að bandarísk stjórnvöld vildu eignast náttúruauðlindirnar á svæðinu.

Frá þeim tíma sem morðin áttu sér stað hafa íbúar Paiute- og Shoshone-ættbálkanna litið á Peehee Mu'huh sem heilagan greftrunar- og andlegan stað og hafa ávalt heiðrað hann með helgihaldi.

Í opinberri yfirlýsingu um andstöðu við námuna sagði fólkið á Rauða fjallinu, hópur frumbyggja, sem var stofnaður til að vernda land forfeðra sinna: „að byggja litíumnámu á þessum fjöldamorðsstað í Peehee Mu'huh væri eins og að byggja litíumnámu á Pearl Harbor eða Arlington þjóðkirkjugarðinum.

Hingað til hefur með lagalegum tilraunum og ályktunum mistekist að koma í veg fyrir að litíumnáma LCN haldi áfram með áætlun sína um eyðileggingu Peehee Mu'huh.

Peehee Mu'huh er Paiute. Á ensku er það þýtt yfir á Thacker Pass.

Heimild: Epoch times

Skildu eftir skilaboð