31 árs transkona fagnar því að geta loks deilt búningsklefa með ungum stúlkum

frettinErlent, Íþróttir2 Comments

Hollensk transkonan, Marjolein Schepers sem er 31 árs, fékk nýlega tímabundið leyfi til að spila með stúlknaliði í Hollandi fyrir 20 ára og yngri og fagnar því að hafa fengið leyfi til að nota búningsklefa stúlknanna. Hún segir það vera „bestu gjöf sem hún hefði geta fengið."

Marjolein segir að fótbolti hafi verið ástríða hennar frá unga aldri, en að finna lið ungra stúlkna sem tekur á móti 31 árs transkörlum hafi verið erfitt, sérstaklega vegna erfiðleika hennar við að fylgja reglum sem Konunglega knattspyrnusambandið setur (KNVB), samkvæmt hollenska fréttamiðlinum VRPO.

Marjolein, sem ákvað að skipta um kyn fyrir tveimur árum, er nú skráð sem kona í vegabréfi og opinberum skjölum, og hefur tekist að skrá sig sem konu hjá knattspyrnusambandinu. Hún segir íþróttina halda sér gangandi og að geta ekki spilað fótbolta væri tegund af pyntingum. Sálfræðingurinn sem var ráðgjafi hennar í kynskiptiferlinu sagði nýlegaa að Marjolein væri „á mörkum þess að lenda í kulnun.“

„Síðasta vor upplifði ég besta tíma lífs míns,“ sagði hún. Eftir erfiða tíma hjá félaginu í heimabæ sínum, Westerbork, fann hún loks tengsl við stelpulið í Lisse, sem var í 200 kílómetra fjarlægð. Henni fannst ekkert mál að keyra fimm tíma til að æfa í einn og hálfan tíma. „Ég var loksins samþykkt af liðsfélögum mínum. Ég tók þátt."

Í fyrsta sinn þurfti hún ekki að skipta um föt í sér búningsklefa þegar hún var að spila með liðinu í Lisse, og var nú velkomin í búningsklefa kvenna, sem hún lýsti sem „bestu gjöf sem hún gæti fengið“.

Marjolein hefur hins vegar ekki fengið að spila fótbolta í 16 vikur vegna þess að knattspyrnusambandið leyfir henni ekki að spila með liði sem samanstendur aðeins af stelpum yngri en 20 ára.

„Ég er 31 árs en mér líður ekki þannig. Ég er full af hormónum og mér líður eins og 15 ára stelpu,“ sagði Marjolein. „Knattsyrnusambandið hefur áhyggjur af því að ég sé of sterk til að spila með og á móti ungum stelpum. Það er ekki raunin, og þið getið ekki dæmt það, sitjandi á stól í borginni Zeist, þar sem höfuðstöðvar sambandsins eru.

Marjolein svaraði þessu með því að skrifa knattspyrnusambandinu bréf og býður þeim að  koma og horfa á æfingu: „Þið munið sjá hamingjusömustu stelpu í heimi sem er að spila skemmtilegan fótboltaleik með liðinu sínu, skrifaði hún.“

Heimild.

2 Comments on “31 árs transkona fagnar því að geta loks deilt búningsklefa með ungum stúlkum”

  1. Og auðvitað í fánalitum Úkraínu og Evrópusambandsins. Hann veit náttúrulega að satanistar stjórna öllu í dag og velur því það lið sem hann heldur að vinni. Hann hefur ekki kynnt sér endalokin nógu vel.

  2. Það á ALDREI að leifa fólki að skipta um kyn!

    Þetta verður upphafið á því að rústa því sem er til staðar hvað varðar íþróttir!

    Þú ert það sem þú fæðist svo einfalt er það, við sjáum það best þegar um er að ræða fatlaða einstaklinga
    þeir geta nú ekki breytt sér í heilbrigða einstaklinga sem ætti mun frekar að eiga rétt á sér enn hjá kynvillingunum

Skildu eftir skilaboð