Á forsíðu New York Times 1. september sl. stóð:
Faraldurinn eyddi tveggja áratuga framvindu í lestri og stærðfræði
Niðurstöður prófa sem tekin voru á landsvísu sýna hversu hrikaleg síðustu tvö ár voru fyrir 9 ára skólabörn, sérstaklega þau sem búa við slakari samfélagsstöðu.
Blaðamaðurinn Lebbie Lerman tók að sér að „staðreyndatékka“ frétt New York Times.
Fyrsta málsgreinin í New York Times segir: „Niðurstöður landsprófa, sem gefnar voru út á fimmtudag, sýndu í grófum dráttum hrikaleg áhrif heimsfaraldursins á bandarísk skólabörn, þar sem frammistaða 9 ára barna í stærðfræði og lestri fór niður á það stig sem það var fyrir tveimur áratugum.
Neðar í greininni segir: „Svo kom heimsfaraldurinn, sem lokaði skólum um allt land nánast á einni nóttu“ og „sérfræðingar segja að það muni taka meira en venjulegan skóladag til að bæta upp það tap sem faraldurinn skapaði.
Skilgreiningin á heimsfaraldri skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (tilvísun: Last JM, ritstjóri. A dictionary of epidemiology, 4. útgáfa. New York: Oxford University Press; 2001) er „faraldur sem á sér stað um allan heim, eða á mjög breiðu svæði, fer yfir alþjóðleg landamæri og hefur yfirleitt áhrif á fjölda fólks.“
Samkvæmt Félagi fagfólks í smittvörnum og faraldsfræði, „á faraldur sér stað þegar smitsjúkdómur dreifist hratt til margra.“
Þannig er heimsfaraldur sjúkdómur sem dreifist hratt til margra um allan heim.
Byggt á þessari nokkurn veginn almennt viðurkenndu skilgreiningu getur heimsfaraldur gert nákvæmlega eitt: hann getur dreift sjúkdómum til margra um allan heim.
Hvað getur heimsfaraldur EKKI gert?
Heimsfaraldur getur ekki beitt skyldum eða lokunnum.
Heimsfaraldur getur ekki lokað landamærum eða þvingað fólk til að hætta að ferðast.
Heimsfaraldur getur ekki lokað skólum, á einni nóttu eða á annan hátt.
Heimsfaraldur getur ekki haft áhrif á stærðfræði og lestur.
Heimsfaraldur getur ekki valdið námstapi.
Hvað geta viðbrögð okkar við heimsfaraldri gert?
Ef við ákveðum að leggja niður skóla í marga mánuði og tvö ár í röð til að bregðast við heimsfaraldri, þá eru það viðbrögð okkar sem hafa valdið hvers kyns námstapi og eyðileggingu fyrir börn. Það er ekki heimsfaraldurinn.
Ef það er einhver vafi á því að áhrif heimsfaraldurs séu aðskilin og aðgreind frá viðbrögðum samfélagsins við heimsfaraldrinum, getum við kíkt til Svíþjóðar, þar sem skólum var aldrei lokað og þar sem ekki var neitt námstap og miklu minni eyðilegging fyrir skólabörn en í löndum sem lokuðu skólum meðan á Covid-faraldrinum stóð.
Að kenna heimsfaraldrinum um allt annað en sjúkdóma og/eða dauða eru rangar upplýsingar.
Fyrirsögn og grein New York Times innihalda skýr og óvefengjanleg dæmi um rangar upplýsingar.