Alríkisdómari skipaði Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, og fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins á þriðjudag að afhenda tölvupóstsamskipti sín við fimm samfélagsmiðlafyrirtæki.
Úrskurðurinn kemur í kjölfar málsóknar þar sem Biden-stjórnin er sökuð um samráð við samfélagamiðla í ritskoðun á COVID-19 upplýsingum sem voru ekki í takt við upplýsingar stjórnvalda.
Fauci og Karine Jean-Pierre fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins hafa 21 dag til að afhenda tölvusamskipti sín.
Málið var höfðað fyrr á þessu ári af Eric Schmitt saksóknara í Missouri og Jeffrey Landry saksóknara í Louisiana þar sem þeir fullyrtu að Biden-stjórnin hefði átt í samráði við Twitter, Meta (móðurfyrirtæki Facebook), YouTube, Instagram og LinkedIn til að ritskoða ákveðin sjónarmið undir því yfirskini að koma í veg fyrir dreifingu á „röngum upplýsingum“ eða „upplýsingaóreiðu“.
One Comment on “Fauci og talskona Hvíta hússins fá 21 dag til að afhenda samskipti við samfélgasmiðlana”
Kom eithvað út úr því ?