Elísabet II Englandsdrottning látin

frettinErlentLeave a Comment

Elísabet Englandsdrottning lést í dag, 96 ára að aldri. Breska hirðin greinir frá þessu. Elísabet hefur setið lengur í hásætinu en nokkur annar konungur eða drottning Bretlands. Sonur hennar Karl tekur við sem þjóðhöfðingi Englands og hefur hlotið titilillinn Karl III Bretlandskonungur.

Drottningin lést friðsamlega í Balmoral síðdegis í dag,“ segir í tilkynningunni. „Konungurinn og eiginkona hans munu dvelja áfram í Balmoral í kvöld en snúa aftur til London á morgun.“

Elísabet tók við krúnunni árið 1952 og fagnaði því 70 ára valdatíð nú í ár. Drottningin hefur dvalið undanfarið í Balmoral kastala í Skotlandi. Á þriðjudaginn tók hún á móti Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra, og Liz Truss, núverandi forsætisráðherra í kastalanum fyrir einungis tveimur dögum síðan.

Breska þjóðin syrgir nú ásamt fólki víða um veröld sem flaggað hefur verið í hálfa stöng og margir þjóðhöfðingjar hafa sent samúðarkveðjur og íþróttaviðburðir stöðvaðir vegna sorgartíðindanna.

Forseti Íslands sendi Karli Bretakonungi samúðarkveðju fyrir hönd þjóðarinnar sem má sjá hér neðar.

Blessuð sé minning Elísabetar Englandsdrottningu.


Skildu eftir skilaboð