Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til lögboðna minnkun á raforkunotkun á álagstímum sem hluta af víðtækum aðgerðum til að takast á við orkukreppuna, segir miðillinn RTE.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði við fréttamenn: „Við verðum að spara rafmagn en við verðum að spara það á skynsaman hátt.
„Ef horft er á raforkukostnað þá eru álagstoppar, og það er það sem er dýrt, því í kringum toppana kemur dýrt gas inn á markaðinn.
„Þannig að það sem við verðum að gera er að fletja út kúrfuna og forðast álagstoppa. Við munum leggja til lögboðið markmið um að draga úr raforkunotkun á álagstímum og við munum vinna mjög náið með aðildarríkjunum til að ná því,“ bætti von der Leyen við.
Hér má heyra framkvæmdastjórann kynna málið:
One Comment on “Framkvæmdastjóri ESB vill ,,fletja út kúrfuna“ á rafmagnsnotkun”
Hörkukelling þessi van der Lügen.
Þetta rafmagnskúrvuspjall hennar er bara hjáræna miðað við að sama dag mælti hún með því að stuðningur
EB við Úkraínu yrði aukinn um 5 milljarða evra. (ofan á þá 10 sem þegar hafa verið sendir þangað):
================================================
„The situation in Ukraine requires our full support.
Today the
@EU_Commission
proposes an additional €5 billion in macro-financial assistance for the country.
This is on top of the €10 billion the EU already provided in financial, humanitarian and military aid.
===============================================
Auðvitað var ekkert þjóðþing aðildarlandanna spurt um álit sitt á þessum gjörningi, enda kemur þeim það ekkert við:
það erum við, ókjörnu fulltrúarnir, sem ráðum þessu alfarið…(lét hún næstum því ummælt að þessu tilefni)
Hvað skildu fást margar kílówattstundir af rafmagni á Íslandi fyrir 5 milljarða evruspíra ?