Írskur kennari, sem var vikið úr starfi fyrir að neita að nota kynhlutlaus persónufornöfn, hefur sagt að hann vilji frekar vera í fangelsi í heila öld en að breyta skoðun sinni á kynskiptingum.
Enoch Burke, sem er kristintrúnar, var dæmdur í fangelsi fyrir að lítilsvirða dómstólinn á mánudag eftir að hafa brotið gegn lögbanni sem meinaði honum að mæta eða reyna að kenna við Wilson's Hospital framhaldsskólann.
Burke var handtekinn eftir að hafa mætt í skólann þrátt fyrir lögbann þar sem hann neitaði að vísa til transnemanda sem „það“.
Þess í stað sagði hann við dómstólinn að jafnvel þótt hann þyrfti að sitja í fangelsi næstu 100 árin myndi hann ekki skipta um skoðun.
Hann sagði að kynskipting væri andstæð ritningunni og að í þessu tilviki myndi hann aðeins hlýða Guði en ekki mönnum.
Burke, sem tók sjálfur til varna, var sendur aftur í Mountjoy fangelsið þriðju nóttinni í röð og dæmdur til að greiða málskostnað skólans, sem hefur vikið honum úr skólanum á fullum launum.
Burke hefur verið sagt að hægt sé að sleppa honum bara ef hann gæfi til kynna að hann hyggðist hlíta lögbanninu, sem skólinn setti á til koma í veg fyrir truflun í upphafi skólatímabilsins.
Áður en Burke var rekinn mætti hann í skólann á „fundi“ eða einfaldlega til að sitja í tómri kennslustofu og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að kenna.
Dómarinn Max Barrett úrskurðaði að lögbannið skyldi vera áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðaði um málið. Niðurstaða dómstólsins snérist um skilmála lögbannsins og brottrekstur Burke, en ekki trúarskoðanir hans, sagði dómarinn.
„Fáránlegar“ ásakanir um gróft misferli
Með skipun skólans um að ávarpa einn af nemendunum með annars konar fornafni er verið að brjóta stjórnarskrárbundinn rétt hans til trúfrelsis, sagði Burke.
„Um það snýst málið,“ sagði hann.
„Að samþykkja að hlíta lögbanninu væri svipað og að samþykkja kynskiptingar, sagði Burke.
Hann hélt því fram að agaferlið gegn sér væri meingallað og sagði allar ásakanir um gróft misferli á hendur sér vera „fáránlegt“.
Burke sagði að nemandinn sem stóð fyrir kröfunni væri ekki í neinum tímum hjá honum, né hefði hann átt í neinum beinum samskiptum við hann.
Í bréfaskriftum við Burke neitaði skólinn því að einhver væri „neyddur“ til að gera eitthvað.
Skólinn sagðist leggja áherslu á þarfir og velferð nemenda sinna og staðfesta stefnu sína í samræmi við jafnréttislög frá árinu 2000 um að mismunum nemenda og einnig hafa viðurkennt trúarskoðanir Burke en ætlast til þess að hann hafi samskipti við nemandann í samræmi við óskir nemandans og foreldra hans.
Skólinn segir að þrátt fyrir að honum hafi verið vikið úr starfi, hafi Burke ekki verið refsað og engar aðgerðir gegn honum hafi átt sér stað.
Næsti áfangi í agaferli skólans á að fara fram síðar í þessum mánuði.
Heimild: Telegraph
2 Comments on “Írskur kennari rekinn fyrir að neita að nota kynhlutlaus fornöfn – situr nú í fangelsi”
Þetta er íslenska stefnan ljóslifandi komin í fréttir. Að kúga og þvinga aðra til að hugsa og segja eins og þeir sem telja sig stjórna öllum öðrum og geta krafist viðurkenninga og játninga að afskorinn karlmaður með holu eftir afskurð lims og pungs sé kona.
Sannleikurinn : Kallmaður verður aldrei kona.
Manneskja verður aldrei hvorkyn sama hver reynir að ljúga því að öðrum og krefjast þess aðrir undirgangist að það sé sagt.
Afturhaldsamur trúarnöttari fer í fangelsi, það er nú ekki nógu gott, hann ásamt öllum þeim sem lifa lífi sínu samkvæmt hjátrú eiga náttúrulega að vera vistaðir á stofnun fyrir geðfatlaða.