Þrjú sjúkrahús í Kaliforníu standa frammi fyrir málsókn fyrir að hafa meðhöndlað sjúklinga með hinu umdeilda lyfi remdesivir án þess að hafa fengið upplýst samþykki og meðhöndlun sjúklingana hafi leitt til dauða þeirra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælti sérstaklega gegn notkun lyfsins.
Lögmennirnir Daniel Watkins og Michael Hamilton fara með málin fyrir 14 fjölskyldur á hendur sjúkrahúsunum Saint Agnes Medical Center, Community Regional Medical Center og Clovis Community Medical Center. Málin eru rekin fyrir dómstóli í Fresno County og hófust þann 7. september.
Þær 14 fjölskyldur sem standa að málsókninni halda því fram að sjúkrahúsin hafi stundað læknisfærðilegar blekkingar og ekki veitt upplýst samþykki í tengslum við hugsanlegar aukaverkanir, svo sem nýrnabilun.
„Fullt upplýst samþykki þýðir að veita verður sjúklingum allar upplýsingar um þann banvæna skaða sem þetta hættulega tilraunalyf veldur“ segir í málsókninni. „Sjúklingunum verður að segja að í eina skiptið sem lyfið var prófað var það dregið til baka því það drap svo marga."
Þar er vísað til rannsóknar sem birt var í New England Journal of Medicine þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að remdesivir væri minnst áhrifaríkasta en jafnframt banvænsta lyfið í rannsókninni, áður en hætt var að nota það eftir að 53% ebólusjúklinganna sem tóku lyfið dóu.
National Institute of Health (NIH) hefur sagt að þetta sé eina lyfið sem Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hafi samþykkt til að meðhöndla COVID-19.
„Remdesivir fékk leyfi til neyðarnotkunar í maí 2020, eftir að mælt var með því af nefnd NIH sem í sátu níu einstaklingar með fjárhagsleg tengsl við framleiðanda þess, Gilead Sciences,“ segir í málsókninni. „Þetta jafngildir nánast dauðadómi yfir COVID-sjúklingi eða sjúklingi með raunverulega lungnabólgu (öfugt við „covid-lungnabólgu“).
Án þess að fá upplýst samþykki áður en remdesivir var gefið, brutu sjúkrahúsin gegn Nürnberg-reglunum, segir í málsókninni, sem gerir tilraunir á mönnum sem framkvæmdar eru án upplýsts samþykkis refsiverðar. Þá væru dæmi þess að remdesivir hefði verið gefið eftir að sjúklingar höfnuðu því að lyfið væri notað.
Remdesivir „verkreglurnar“ – ráðin tekin af sjúklingum
Í málsókninni er því haldið fram að sjúklingarnir hafi verið meðhöndlaðir eftir því sem kallað er „Remdesivir-verkreglum“ sem væru mismunandi eftir sjúkrahúsum.
„Sjúklingar koma á sjúkrahúsið ósjaldan vegna vandamáls sem ekki tengist COVID-19,“ segir í málsókninni. „Þeim er þá sagt að þeir séu með COVID-19 eða „COVID lungnabólgu.“
Frá þeim tímapunkti eru sjúklingarnir aðskildir frá ástvinum og settir í herbergi þar sem þeim er sagt að remdesivir sé eini kosturinn, segir í málsókninni.
„Þeir eru settir á BiPap öndunarvél á miklum hraða, sem gerir þeim erfitt fyrir að anda,“ segir í málsókninni. "Hendur þeirra eru oft bundnar niður svo þeir geta ekki tekið vélina af sér.“
Þá segir í málsókninni að í mörgum tilfellum séu geðlæknir fengnir til að ákvarða að sjúklingurinn sé æstur, og sjúklingnum þá gefið á róandi lyf, sem gerir honum enn erfiðara að berjast gegn aukaverkunum remdesivirs „sérstaklega þar sem það tengist getu þeirra til að vinna gegn aukaverkunum og á móti BiPap öndunarvélinni.
„Síma þeirra og kalltæki til að ná í hjúkrunarfræðing er venjulega komið fyrir utan seilingar sjúklinganna“ segir í lögsókninni.
Sjúklingunum er einnig haldið vannærðum og að lokum eru þeir settir í öndunarvél, segir í málsókninni og sjúklingurinn deyr síðan.
„Það tekur „remdesivir verkreglu-sjúkling“ að meðaltali níu daga að deyja“ segir í málsókninni.
Sjúkrahúsin græða mest ef sjúklingur er lagður inn – þó hann deyi á 9 dögum
Það kann að hljóma undarlega en sjúkrahúsin hafa fjárhagslega hagsmuni af því að fylgja hverju skrefi í „remdesivir-verkreglunum,“ burt séð frá því hvaða afleiðingar það hefur fyrir sjúklinginn.
Lögmennirnir gerðu grein fyrir þessum fjárhagslegu hagsmunum sjúkrahúsanna þegar þeir kynntu málshöfðunina í síðustu viku.
Tóku lögmennirnir dæmi um greiðslur til sjúkrahúsanna fyrir þrjá flokka fórnarlamba COVID.
Ef sjúklingur er meðhöndlaður og sendur heim er greiðsla til sjúkrahúsa í Kaliforníu um 3.200 dollarar (445.000 ísl.kr.).
Ef sjúklingur kemur inn á sjúkrahúsið og er meðhöndlaður sem „einfalt“ COVID-tilfelli, þá fær sjúkrahúsið um 111.000 dollara (15.440.000 ísl.kr.).
Hins vegar, ef sjúklingur er meðhöndlaður sem „flókið“ COVID-tilfelli samkvæmt skilgreiningunni, sem þýðir að það verður annað hvort að setja sjúklinginn í öndunarvél eða á gjörgæslu, fær sjúkrahúsið greitt um 450.000 dollara eða um 63 milljónir íslenskra króna.
Ofan á þessar tekjur fá sjúkrahúsin að auki bónus frá stjórnvöldum samkvæmt alþjóðlegum sjúkdómaflokkunarkóða sem gerir þeim kleift að rukka 20% aukalega af allri sjúkrahúsdvölinni og bæta 90.000 dollurum við 450.000 dollarana og fá þannig næstum 13 milljónir íslenskra króna til viðbótar.
Það er augljóst að það er mikill hvati fyrir sjúkrahúsin til að gefa sjúklingum ekki bara eitthvað sem virkar og senda þá síðan heim heldur er gríðarlegur fjárhagslegur hvati til þess fyrir sjúkrahúsin að fundin sé leið til að leggja sjúklinga inn og koma þeim undir skilgreininguna á „flókna“ meðhöndlun og fá þannig 500.000 dollara greiðslur (70 milljónir ísl.kr.) í stað 3.200 dollara (445.000 ísl.kr).
Málsóknin veki fólk vonandi til umhugsunar
Málsóknin byggir á ýmsum málsástæðum sem allar tengjast því að sjúkrahúsin hafi ekki sinnt sjúklingunum á fullnægjandi hátt og þannig brotið gegn réttindum þeirra.
Þá vonast lögmennirnir til þess að málsókn þessara 14 fjölskyldna muni valda því að fleiri aðstandendur komi fram og sæki rétt sinn. Vegna þess að það eru heilbrigðisstarfsmenn og sjúkrahús að stunda þessi vinnubrögð gagnvart sjúklingum.
Lögmaðurinn Watkins sagði að „í grundvallaratriðum er persónulegt sjálfræði þegar kemur að læknisfræðilegum ákvörðunum réttur sem við höfum öll og um það snérist þetta mál.“