Bandaríkin ætla að veita Úkraínu 600 milljónir dollara til viðbótar í vopnastyrk

frettinErlentLeave a Comment

Biden-stjórnin ætlar að gefa Úkraínu 600 milljónir dollara til viðbótar í vopnabúnaði til að berjast gegn Rússlandi. Þetta sögðu tveir aðilar sem þekkja til málsins, þar sem Bandaríkin ætla að auka kraftinn í nýlegri gagnsókn úkraínskra hermanna.

Búist er við að bandarískir embættismenn tilkynni þetta síðar í dag eða á morgun föstudags, að sögn heimildarmanna sem óskuðu eftir að vera ekki nafngreindir. Þetta mun vera í 21. sinn sem stjórnvöld nota bandarískar birgðir til að senda vopn til Úkraínu frá því að stríðið hófst.

Með þessum nýjasta stuðningi hafa Bandaríkin veitt meira en 14 milljörðum dollara í stuðning til Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar.

Bandaríkin og bandamenn þeirra vilja halda áfram að dæla vopnum til Úkraínu svo að úkraínski herinn geti haldið áfram gagnsókn sinni og tekið aftur landsvæði í norðausturhluta Kharkiv.

„Við förum aðeins í eina átt - áfram og í átt að sigri,“ sagði Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu, á miðvikudag í óvæntri heimsókn til borgarinnar Izyum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð