Karl III Englandskonungur hefur fengið á sig töluverða gagnrýni að undanförnu, þá einna helst þegar kemur að fjármálum hirðarinnar, en Karl þarf ekki að borga neinn erfðaskatt af þeim gífurlegu fjármunum sem hann erfði við andlát móður sinnar Elísabetar Englandsdrottningar.
Þá hefur almenningur í Bretlandi einnig miklar áhyggjur af komandi vetri því rafmagnskostnaður hefur hækkað gríðarlega vegna Úrkaínustríðsins og ákvörðunar Pútíns um að stöðva gasflæði til Evrópu vegna viðskiptaþvingana Evrópu gegn Rússlandi.
Karl III sést hér að neðan heilsa mannfjöldanum þar sem heyrist í einum úr hópnum segja við Karl „á sama tíma og við erum í erfiðleikum með að hita heimili okkar verðum við að borga fyrir skrúðgönguna þína." En skattgreiðendur í Bretlandi munu verða af 100 milljónum punda úr ríkiskassanum vegna útfarar og hátíðarhaldana í kringum andlát drottningarinnar, sem gerir um 1,6 milljarða íslenskra króna. Karl virðist ekki ánægður með þessa athugasemd og snýr sér undan í flæmingi.
Atvikið má sjá hér neðar.
One Comment on “Karl III gagnrýndur: „á meðan við erum í erfiðleikum með að hita heimilin okkar verðum við að borga 100 milljónir fyrir skrúðgönguna þína“”
Eru það ekki 16 milljarðar en ekki 1,6 milljarðar?