Ástralski þingmaðurinn Stephen Andrew skrifaði í dag pistil sem hann birti á Facebook, Twitter og heimasíðu sinni.
Endalok farþegaflugs nefnir hann pistilinn vegna þess þrýstings sem nú er settur á að farþegaflugi almennings verði settar verulegar skorður. En hver setur fram þennan þrýsting?
Þær takmarkanir sem þegar hafa orðið á flugi almennings eru líka orðnar að veruleika hér á landi eins og lesa má hér um þá ónægju sem ríkir með þjónustu Icelandair í innanlandsflugi hérlendis. Hver gæti skýringin á því verið?
Pistill þingmannsins fer hér á eftir:
Innan 5 til 7 ára mun almenningur ekki lengur hafa rétt til að fljúga á þann hátt sem hann var vanur. Innan 10 ára mun almenningur alls ekki hafa rétt til að fljúga. Ætlunin er að gera flugferðir að forréttindum hinna ríku og ofsaríku.
Allt árið 2022 höfum við séð flugfélög aflýsa flugi og flugleiðum í miklum mæli. Í Bandaríkjunum voru 34.000 flug sem áætluð voru í nóvember felld niður - 40% fækkun. Til þessa dags hefur British Airways fækkað flugferðum um 30.000 frá upphaflegri flugáætlun sinni fyrir árið 2022, sem er 18% fækkun.
Og enn er enginn að spyrja spurninga.
Það eru alls kyns tilvísanir í „starfsmannaskort“ og „eldsneytiskostnað“ en þetta er bara tilbúningur. Það sem enginn er reiðubúinn að segja er að allur þessi niðurskurður er gerður í samræmi við sérstakan kvóta frá SÞ, sem flugfélögin samþykktu öll árið 2019.
Markmiðið er að takmarka getu fólks til að fljúga smám saman áður en geiranum er útrýmt með öllu.
„Skrefa-breytinga“ nálgunin er bara að til að fá þig til að samþykkja þetta. Skoðaðu UKFires skjalið 2019, ABSOLUTE ZERO. Á síðu 2 segir:
„Það eru engir möguleikar á losunarlausu flugi á þeim tíma sem er til ráðstöfunar, þannig að iðnaðurinn stendur frammi fyrir hröðum samdrætti. Framfarir í notkun rafmagns við að fljúga flugvélum gætu verið orðnar nægar eftir árið 2050.“ Á síðu 5 er tímalínan fyrir 2020-2029 sett fram þar sem „allir flugvellir nema Heathrow, Glasgow og Belfast mun loka.
Frá 2030 til 2049: „ALLIR FLUGVELLIR LOKAÐIR“.
Merki um það sem er að gerast eru alls staðar.
Frakkland hefur bannað innanlandsflug sem er innan við tvær klukkustundir. Ef það er lest í boði, verður þú að taka hana. Þú getur ekki bara hoppað í „stuttflug“ í Frakklandi lengur. Enginn spurði frönsku þjóðina hvort þeir vildu slíkt bann, það var bara sett á samt.
Í Noregi eru stjórnmálamenn að íhuga flugkvóta per einstakling, takmarka í hversu mörg flug þú getur farið á ári og hvert.
Þeir vilja líka bann við fríhafnarverslun og innanlandsflugi eins og í Frakklandi.
Í Hollandi tilkynnti Schiphol, þriðji stærsti flugvöllur heims, sem er 70% í eigu hollenska ríkisins, um fyrstu hömlur heims í flugi. Farþegaskatta á að þrefalda og flugvallargjöld hækka um 37%.
Hollenska ríkisstjórnin var a.m.k. nógu heiðarleg til að viðurkenna að breytingarnar væru gerðar til að draga úr kolefnislosun.
En að mestu erum við öll þátttakendur í einhverju sem við höfum ekki vitneskju um og höfum ekki samþykkt. Varstu einhvern tíma spurður hvort þú værir tilbúinn að fórna frelsi þínu til að fljúga, fara þangað sem þú vilt, þegar þú vilt? Ég var það ekki.
One Comment on “Mun farþegaflug brátt heyra sögunni til?”
Ekki bara flugumferð, heldur bílaumferð líka:
hatrið á einkabílnum er gengið mun lengra, hömlur á notkun
þeirra farartækja hefur staðið árum saman og mun halda áfram með sívaxandi
þunga, hámarkshraði lækkaður í sífellu: 60 km>50>40>30>….
Forsíðufrétt eftir 2-3 ár:
Ökuníðingur mældist á 10 km ofsahraða í íbúðahverfi
þar sem hámarkshraðinn er 5 km/klst.
Eftir fáein ár, ekki ýkjamörg, verður eina umferðin á hringveginum:
Gangandi fólk og skokkarar, hjólreiðafólk og svo þeir sem ferðast ríðandi á hestum,
en auðvitað þarf að taka hart fast á síðasta ósómanum, því eins og allir vita, þá freta
hrossin koltvísýringi í sífellu, sem gengur auðvitað ekki vegna loftslagsbreytinganna, þið skiljið.