Atkvæðagreiðsla um sameiningu við Rússland hófst í dag

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál2 Comments

Íbúar í sjálfsstjórnarhéruðunum Donetsk (Peoples Republic, DPR) og Lugansk (Peoples Republic, LPR), auk Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðurhluta Úkraínu hófu atkvæðagreiðslur í dag, í kosningu um hvort héruðin skuli sameinast Rússlandi. Frá því greindi euronews og fréttastofur í dag.
 
Stjórnvöld í Kænugarði og leiðtogar á Vesturlöndum saka stjórnvöld í Kreml um að vilja innlima héruðin í framhaldi af sjö mánaða stríðsátökum. Þau segja kosninguna ólögmæta, og hvorki frjálsa né vafalausa. Þannig verði niðurstaða hennar ekki bindandi.
 
Haft er eftir þýska kanslaranum Olof Scholz og Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrr í vikunni að einungis verði um „sýndarkosningu“ að ræða. Franski forsætisráðherrann Emmanuel Macron sagði að kosningarnar hefðu „enga bindandi niðurstöðu“. Úkraínuforseti kvað þær vera „smjörklípu“, til að dreifa athygli almennings.
 
Segir Vesturlönd hunsa sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðanna
 
„Ég er sannfærð um að atkvæðagreiðslurnar verði með þeim hætti að enginn hafi tilefni til að efast um lögmæti þeirra. Kosningarnar verða framkvæmdar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Íbúar DPR og LPR ásamt öðrum frelsuðum svæðum hafa þennan rétt samkvæmt lögum“. Vegna ástandsins í dag, er um að ræða réttinn til lífs,“ er haft eftir hátt settum talsmanni rússneskra stjórnvalda, Valentinu Matviyenko, en rússneska fréttastofan TASS greinir frá í dag.
 
Hún sakaði forystu Vesturlanda um að „flýta sér“ að fordæma atkvæðagreiðslurnar áður en þær fá að eiga sér stað, auk þess að skeyta engu um vilja íbúanna á svæðunum. Verði niðurstaðan með þeim hætti að íbúar svæðanna ákveði að sameinast Rússlandi, muni rússnesk stjórnvöld ekki bíða boðanna við að hefja sameiningarferlið.
 
Kosningarnar í héruðunum fjórum standa frá í dag föstudaginn 23. september, til og með þriðjudags, 27. september 2022.

2 Comments on “Atkvæðagreiðsla um sameiningu við Rússland hófst í dag”

  1. Innlimun héraða, gert með kosningasvindli, stigmögnun stríðs réttlætt með þeim rökum að verið sé að ráðast á Rússland?

  2. Almennir borgarar Donetsk og Lugansk hafa setið undir tilviljanakenndum sprengjuárásum af hendi Úkraínska hersins í 8 ár áður en Rússar gerðu innrás í febrúar. Þessar sprengjuárásir urðu um það bill 14.000 manns að bana áður en innrásin hófst og það er ekki víst eins og ýjað er að að Rússar þurfa að hafa nokkur áhrif á íbúa til að velja innlimun í Rússland.

    Þetta ætti að vera hverjum manni ljóst sem nennir að kynna sér málin með snefil af vilja til að gera það með óhlutdrægni að leiðarljósi.

    Íslendingar þurfa að fara að læra að halda sig til hlés í deilum stórvelda og sleppa því taka afstöðu í ljósi herleysis landsins og yfirlýstu hlutleysi og ekki hvað síst augljórar smæðar.
    Það er pínlegt að horfa upp á íslenska stjórnmálamenn að gera sig breiða á móti Rússlandi og gelta eins og smáhundar í strekktri hálsól.
    Rússneski björninn hefur í gegnum áratugi verið þessum smáhundi á erfiðum tímum vinur í raun en hefur látið nægja á urra á geltið sem byrjaði í utanríkis-ráðherratíð Klaustursbarsbjálfans. Það þarf þó ekki að fjölyrða um hvað gerðist ef birninum leiddust lætin og slæmdi hrammi sínum í geltandi kvikindið. Og þá skiptir litlu máli hver heldur í hálsól hvutta. Kannski óþarfa dramatík en raunveruleg hætta ef hlutirnir fara á versta veg.

Skildu eftir skilaboð