Greint var frá því seinni part ágúst sl. að þrír knattspyrnumenn í efstu deild í Þýskalandi (Bundesliga) hafi greinst með krabbamein í eistum í sumar, með nokkura daga millibili. Þetta voru þeir Sebastien Haller, framherji hjá Dortmund, Marco Richter, leikmaður Hertha Berlin, Timo Baumgartl varnarmaður Union Berlin. A.m.k Union Berlin hefur sent alla sína menn í rannsókn.
Haller sem er 28 ára fór í aðgerð og lyfjameðferð eftir að í ljós kom að krabbameinið var illkynja. Það sama á við um hinn 24 ára Richter og Baumgartl sem er 26 ára.
Nú hefur verið sagt frá því að hollenski vængmaðurinn Jean-Paul Boetius, 28 ára, hjá Hertha Berlín spili ekki á næstunni því æxli hafi fundist í öðru eista hjá honum við læknisskoðun. Hann mun gangast undir uppskurð.
One Comment on “Fjórði leikmaðurinn í efstu deild Þýskalands greinist með krabbamein í eistum”
immunocompromised – ónæmisbæling vegna sprautu eitursins.