„Ef málin þróast í erfiða átt á Ítalíu þá erum við með verkfæri“

frettinErlent, Stjórnmál, Þórdís B. Sigurþórsdóttir2 Comments

Búist er við sigri hægriflokka í þingkosningum á Ítalíu á morgun og að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.

Hægri flokkurinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia) hefur stóraukið fylgi sitt frá því að síðustu kosningum árið 2018. Samkvæmt síðustu könnun Ipsos mælist flokkurinn með 25,1 prósent fylgi en næst á eftir honum kemur Lýðræðisflokkurinn (i. Partito Democratico) með 20,5 prósent atkvæða.

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, sagði um komandi kosningar á Ítalíu og líklegum sigri hægri flokka:

„Sjáum til, ef málin þróast í „erfiða átt“...ég hef talað um Ungverjaland og Pólland...þá erum við með verkfæri“.

Hér má heyra í von der Leyen:


2 Comments on “„Ef málin þróast í erfiða átt á Ítalíu þá erum við með verkfæri“”

  1. Það er nauðsynlegt að stoppa af klikkun vinstri-manna sem eru að eyðileggja Evrópu (og reyndar Bandaríkin) með sinni ´góðmennsku´ og sjúku lífsviðhorfum. Það þarf skynsamlega stefnu á mörgum sviðum, frá t.d. orkumálum til innflytjenda. Það þýðir ekki að halda áfram á núverandi braut, það endar bara illa.

  2. „Tools“ er vel valið orð. Sem dæmi um „tools“: Hamar, sög, töng og haki. Tæki sem beita afli til að færa, sundra og móta upp á nýtt, eftir höfði iðnaðarmannsins.
    Hefði hún sagt „methods“ hefði það kannski verið mýkra: Tala saman, neita um styrki, styrkja aukalega, osfrv.

Skildu eftir skilaboð