Kanada mun falla frá Covid-19 bóluefnaskyldu fyrir gesti sem koma inn í landið frá og með 1. október. Þetta tilkynntu embættismenn á mánudag og opnuðu kanadísku landamærin aftur fyrir óbólusettum ferðamönnum í fyrsta skipti síðan bólusetningaherferð gegn Covid hófst.
Kanadískir og erlendir ferðamenn þurfa ekki lengur að leggja fram sönnun um bólusetningu, neikvætt PCR próf fyrir eða fara í sóttkví eða einangrun við komu til landsins frá og með laugardeginum. Grímuskylda er líka felld niður.
Í yfirlýsingu á mánudag sagði Lýðheilsustöð Kanada að landið muni aflétta kröfunum vegna hás bólusetningahlutfalls ásamt fáum sjúkrahúsinnlögnum og lágri dánartíðni vegna kórónuveirunnar, aukins framboðs á örvunarbóluefni og hraðprófum og þar sem útlit er fyrir því að núverandi bylgjur séu á undanhaldi.