Kosningabandalagi Bræðralags Ítalíu spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Kosningabandalagi Bræðralags Ítalíu, undir stjórn Giorgiu Meloni, er spáð stórsigri í ítölsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám sem birtar voru í kvöld. Bandalaginu er spáð 41 - 45 prósent atkvæða en bandalaginu á vinstri vængnum er spáð 25 - 29 prósentum.

Flokk­ur­inn Bræðralag Ítal­íu hef­ur aldrei verið í rík­is­stjórn en virðist nú ætla bera sig­ur úr bít­um í kosn­ing­un­um. Samkvæmt útgönguspánni vinnur hægri-kosningabandalag Meloni á milli 227 og 257 sæti í neðri deild ítalska þingsins og á milli 111 og 131 sæti í efri deild.

Giorgia Meloni, verður því að öllum líkindum fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Ítalíu.


One Comment on “Kosningabandalagi Bræðralags Ítalíu spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám”

  1. Vonandi eru Evrópubúar farnir að átta sig á því að útópía vinstri-manna er bara tálsýn og að fleiri lönd í álfunni kjósi stjórnir sem þora að taka á mikilvægum málum eins og málefnum innflytjenda og skorti á orku.

Skildu eftir skilaboð