Rúmenía hendir milljónum skammta af C-19 „bóluefnum“ – engin eftirspurn

frettinErlent1 Comment

Rúmenía hefur hingað til hent um 3 milljónum útrunninna COVID-19 „bóluefnaskammta“ sagði heilbrigðisráðherra landsins Alexandru Rafila. Aðrar 3 milljónir skammta munu að öllum líkindum hljóta sömu örlög, þar sem skammtarnir renna út um áramót.

Aðspurður hversu mikið Rúmenía hefði greitt fyrir „bóluefnin“ sem ekki voru notuð nefndi Rafila um 100-200 milljónir evra ( 14-28 milljarðar íslenskra króna).

„Auðvitað er flókið að reikna það út því það þarf líka að bæta við þeim skömmtum sem enn eru til og við höfum ekki notað og er ólíklegt að við munum nota. Ef við erum að tala um 15 milljónir skammta, þá eru það líklega 100-200 milljónir evra, ég get ekki sagt þér það nákvæmlega," sagði Rafila við fréttastöðina Antena 3.

Ekki er nema mánuður síðan heilbrigðisráðherrann sagði Rúmeníu hafa 8 milljónir COVID-19 bóluefnaskammta sem það gæti þurft að eyða þegar þeir renna út þar sem hvorki íbúar né önnur lönd hafi áhuga á þeim.

Romania-Insider sagði frá.

Í gær var sagt frá því að Sviss þyrfti að henda 10 milljónum skammta og þetta er ekki í fyrsta sinn sem efnið hefur lent á haugunum.

One Comment on “Rúmenía hendir milljónum skammta af C-19 „bóluefnum“ – engin eftirspurn”

  1. Væri hlægilegt ef þetta væri ekki svona sorglega dýrt spaug, en fyrirsjáanlegt enda hlaut að koma að því að fólk áttaði sig á djöfulmennsku lyfjafyrirtækjanna, fjölmiðla og flestra stjórnmálamanna.

Skildu eftir skilaboð