Uppljóstrarinn Edward Snowden orðinn rússneskur ríkisborgari

frettinErlentLeave a Comment

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur veitt upp­ljóstr­ar­an­um Edw­ard Snowd­en rúss­nesk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Snowd­en, sem er 39 ára, fékk hæli í Rússlandi eft­ir að flýja frá Banda­ríkj­un­um þar sem hann ljóstraði upp um ýmis leynigögn banda­rískra stofn­ana árið 2013. Hann starfaði sem grein­andi hjá banda­rísku þjóðarör­ygg­is­stofn­un­inni (NSA).

Hann lak gögn­um til breska blaðsins Guar­di­an og banda­ríska blaðsins Washingt­on Post sem sönnuðu að þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna hafði stundað eft­ir­lit og per­són­unjósn­ir um banda­ríska þegna.

Snowden, sem á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í Bandaríkjunum, hefur ekki tjáð sig opinberlega um rússneska ríkisfangið. Hann hefur sótt um ríkisborgararétt í mörgum löndum, m.a. á Íslandi.


BBC greindi frá.

Skildu eftir skilaboð