Hver er „hægri öfgakonan“ Giorgia Meloni sem verður næsti forsætisráðherra Ítalíu og fyrsta konan til að gegna því embætti í landinu? Hvernig skilgreinir vinstra fólkið og meginstraumsfjölmiðlar „hægri öfgar“?
Mendel tók þátt í CPAC (Conservative Political Action Conference) ráðstefnunni í Bandaríkjunum í febrúar sl. og flutti þar kraftmikla ræðu. Þar má heyra hvað hún stendur fyrir og hvað hún hefur að segja um „svokallaða frjálslynda“ eins og hún kallar vinstri menn. Þýðingu á broti úr ræðu hennar, sem var á ensku, má lesa hér, og alla ræðuna má finna neðar.
„Við lifum á tímum þar sem allt sem við stöndum fyrir er undir árás, einstaklingsfrelsi okkar er undir árás, menntun barnanna okkar er undir áras, réttindi okkar eru undir árás, velmegun og velferð, fjölskyldur, fullveldi þjóða okkar er undir árás...
Fólk veit að á svona tímum er eina leiðin til gera uppreisn að vera íhaldssamur (e. conservative) og varðveita það sem við erum og við ætlum að segja það hátt: Okkur er sama um „merkimiðana“ sem þeir reyna að klína á okkur, við erum komin með nóg af vinstra fólkinu sem þráir að segja okkur til um hvað er rétt og hvernig við eigum að haga okkur...við sem erum hægra megin vitum nákvæmlega hver við erum og hvað við stöndum fyrir.
Þetta er eins um allan heim, svokallaðir „frjálslyndir“ nota vald og hroka meginstraumsfjölmiðla til að þvinga sína pólitísku andstæðinga til að breytast og vera þannig hleypt inn í þeirra innsta hring...þeir vilja hafa hægra fólkið í bandi eins og apa, en vitið þið hvað við erum ekki apar, ekki einu sinni nashyrningar, við höfum engan áhuga á að vera hluti af dýragarðinum þeirra.Við viljum ekki vera partur af þeirra innri hring því við stöndum með fólkinu.
Ég horfi upp á woke hugmyndafræðina eyðileggja grunninn af heilbrigðu og eðlilegu fjölskyldulífi, ráðast á lífið og móðga trúarbrögð, breyta hugtökum ...fyrir aðeins nokkrum mánuðum höfðu embættismenn Evrópusambandsins skrifað hundruð blaðsíðna skjal til að segja okkur að við þyrftum að útiloka allar tilvísanir í jólin...Jesús...Maríu og öll kristin heiti átti að fjarlægja úr öllum opinberum skjölum. Við munum ekki gefast upp fyrir þessu, við munum berjast upprétt!,“ sagði Giorgia Meloni meðal annars.
Ræðan öll er hér:
4 Comments on “„Við erum ekki apar og höfum engan áhuga á að vera hluti af dýragarði vinstri manna“”
Giorgia Meloni trúir á Guð, heilbrigt fjölskyldulíf, góð gildi og fullveldi þjóða. Að sjálfsögðu er hún hötuð af guðlausum Marxistum!
Hér er komin kona sem er ekki meðsleikja Vinstri flokkana, hér er kona sem þorir að tala tæpitúngulaust, vonandi geingur allt upp hjá henni og hennar Ríkisstjórn
Evrópusambandið mun liðast í sundur eins og Sovétríkin sálugu enda rekin með sömu hugmyndafræði í grunninn. Að sjálfsögðu var og er það ekki yfirlýst stefna en alræðishyggjan er áþreifanlega að koma upp á yfirborðið þar sem skipaðir (ekki kosnir) embættismenn í Brussel telja sig í skjóli vinstrisinnaðra ríkisstjórna Evrópu. Brussel hefur nú þegar haft í hótunum við aðildaþjóðir eins og Pólverja og Ungverja en ef Ítalía bætist í hópinn að að þé fer að hrikat alvarlega í stoðum sambandsins og má þá kannski rifja upp að Bretar eru jú gengnir úr sambandinu.
Evrópusambandið mun liðast mun hraðar í sundur heldur en Sovétríkin þar sem kjósendur hvers aðildaríkis hafa þó enn áhrif og eru að snúast gegn útópíu Marxistanna í ES sem eins og Lenín og Hitler virðast ætla að banna umræðu um Kristna trú til að seilast til valda yfir öllum þegnum bandalagsins bæði efnahagslega og á andlega sviðinu.
En fáráðlingar fáráðlinganna verða þó að teljast þeir sem tilheyra samkrulli þriggja íslenskra stjórnmálaflokka sem lögðu það nú nýverið til að hefja aðildaviðræður við ríkjasamband sem er í upptakti að dauðastríði sínu. Dauðastríðið er þó líklega hafið og harður vetur ásamt ósætti við Rússa gæti gert út af við sambandið í einum vetfangi þar sem frjósandi þegnar sambandsins munu sjá í gegnum Loftslagsgrýlu og kasta henni á bálköstinn til að verma loppna fingur.
þessi kona er partur af fyrirtæki sem bill og melinda gates og blackrock eru að henda pening í
hún er vonandi búin að hætta því annars verður henni ekki treystandi…