Biden:„Ef Rússar ráðast inn í Úkraínu þá verður engin Nord Stream 2, ég lofa ykkur því“

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Stjórn­völd í Evrópu gruna Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á gas­leiðsl­un­um Nord Stream 1 og 2, en þær liggja um Eystra­salt og flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands.

Dönsk, sænsk og þýsk yf­ir­völd rannsaka nú þrjá leka sem greind­ust í gas­leiðsl­un­um í gær en mælistöðvar í Dan­mörku og Svíþjóð mældu spreng­ing­ar neðan­sjáv­ar um svipað leyti í grennd við lek­ana.

Talsmaður rúss­neskra stjórn­valda, Dmitrí Peskov, sagði að ekki væri hægt að úti­loka neitt er hann var spurður hvort skemmd­ar­verk hefðu valdið lek­un­um.

Mikaíló Pódóljak, einn af aðstoðarmönn­um for­seta Úkraínu sagði Rússa hafa framið hryðju­verk gegn Evr­ópu.

Það verður engin Nord Stream 2 ef Rússar ráðast inn í Úkraínu

Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa á upptöku sem fylgir hér neðar með Biden Bandaríkjaforseta frá 7. febrúar sl.

Þar segir forsetinn: „ef Þýskaland...ef Rússland ræðst inn í Úkraínu, ef skriðdrekar og hermenn fara yfir landamærin ...þá verður ekki lengur nein Nord Stream 2 ...við munum binda endi á það.“

Blaðamaður spyr forsetann þá: „hvernig munið þið gera það nákvæmlega þar sem verkefnið er undir stjórn Þýskalands? Forsetinn svaraði: „Við munum...ég lofa þér að við munum gera það.“


Skildu eftir skilaboð