Stjórnvöld í Evrópu gruna Rússa um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, en þær liggja um Eystrasalt og flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.
Dönsk, sænsk og þýsk yfirvöld rannsaka nú þrjá leka sem greindust í gasleiðslunum í gær en mælistöðvar í Danmörku og Svíþjóð mældu sprengingar neðansjávar um svipað leyti í grennd við lekana.
Talsmaður rússneskra stjórnvalda, Dmitrí Peskov, sagði að ekki væri hægt að útiloka neitt er hann var spurður hvort skemmdarverk hefðu valdið lekunum.
Mikaíló Pódóljak, einn af aðstoðarmönnum forseta Úkraínu sagði Rússa hafa framið hryðjuverk gegn Evrópu.
Það verður engin Nord Stream 2 ef Rússar ráðast inn í Úkraínu
Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa á upptöku sem fylgir hér neðar með Biden Bandaríkjaforseta frá 7. febrúar sl.
Þar segir forsetinn: „ef Þýskaland...ef Rússland ræðst inn í Úkraínu, ef skriðdrekar og hermenn fara yfir landamærin ...þá verður ekki lengur nein Nord Stream 2 ...við munum binda endi á það.“
Blaðamaður spyr forsetann þá: „hvernig munið þið gera það nákvæmlega þar sem verkefnið er undir stjórn Þýskalands? Forsetinn svaraði: „Við munum...ég lofa þér að við munum gera það.“