Bátur með farandfólki frá Kúbu sökk aðeins nokkrum klukkustundum áður en fellibylurinn Ian skall á land í Flórída, að því er bandaríska landamæraeftirlitið greindi frá í gær. Tuttugu manns er saknað en þremur var bjargað og fjórir gátu synt í land, að sögn embættismanna.
„Bandarískir landamæraeftirlitsmenn brugðust við komu farandfólks á Stock Island, Flórída,“ sagði Walter Slosar yfirmaður eftirlits í Miami á Twitter. „Fjórir kúbverskir flóttamenn syntu að landi eftir að bátur þeirra sökk vegna veðurs.
Þremur var bjargað úr sjónum um tvær mílur suður af Boca Chica, að sögn strandgæslunnar klukkan 15:30. Þeir voru fluttir á sjúkrahús vegna þreytu og ofþornunar.