Eftir Arnar Sverrisson sálfræðing:
Ég fjallaði á sínum tíma um kynskiptarannsóknir bandaríska blaðamannsins, Abigail Shrier, sem skrifaði bókina: „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible Damage: The Transgender Craze Seducing Our Daughters).
Þessi umfjöllun leiddi til kæru frá þrýstihópi kynskiptinga. Höfundur hélt fyrirlestur um bók sína hjá PragerU, en átti áður viðtal við Candace Owens við sama „háskóla.“
Sumum er líklega minnisstætt fjaðrafokið í kringum kanadíska sálfræðinginn, Jordan Peterson, sem tók undir sjónarmið Abigail þess efnis, að um væri að ræða eins konar faraldur, sem stjórnvöld litu með velþóknun á og ýttu jafnvel undir, bæði í skólakerfi og heilbrigðiskerfi.
Janice Fiamengo gerir að umtalsefni kvenfrelsunar- eða kvenmiðunarsjónarhorn ofangreindra. En eins og kunnugt er hafa kvenfrelsarar fátt uppörvandi að segja um karla, enda séu þeir eitraðir, og ættu að gleyma – sérstaklega séu þeir bleikskinnar – forréttindum sínum, vera þess minnugir, að framtíð þeirra sé kvenlæg, játa syndir sínar í þar til gerðum skriftaklefa, horfast í augu ofbeldiseðli sitt og þar fram eftir götunum.
Boðskapurinn dynur á drengjum frá kvenfrelsunarríkisstjórn Íslands og kvenfrelsunarstofnunum á vegum hins opinbera, sem rekur sístækkandi karlmiðaðan ofbeldisiðnað – og ofbeldisstjórnsýslu auðvitað. Fjölmiðlar og menntakerfi eru einnig iðin við kolann í þessu efni.
Útskúfun, áróður og kærur eru megintól þessa iðnaðar, sbr. pistil Gunnars Júlíus Helgasonar, þar sem hann lýsir ofsóknum gegn knattspyrnumanni af hendi „ÍSÍ, KSÍ og ráðneyti íþróttamála.“
Framan af voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra, sem völdu kynskipti. Nú kann að verða breyting þar á, en enn þá halda piltar gríðarlegu forskoti á kynsystur sínar með tilliti til tíðni sjálfsmorða.
Janice farast svo orð: Kvenfrelsarar hafa árum saman kennt sífellt yngri stúlkum og konum um samskipunarvaldið (intersectional – þ.e. allir, sem kúgaðir megi teljast, skipi sér saman í baráttu gegn sameiginlegum óvini, karlkyninu). Enginn er móttækilegri en stúlkur á gelgjuskeiði fyrir boðskapnum um kynskilning eða líklegri til að láta til skarar skríða í þeim efnum. Þannig hefur það alltaf verið og kynskipti eru, ef til vill nýjasta – og hugsanlega skeinuhættasta – birtingarmynd siðferðilegs fórnarlambshlutverks. Kvenfrelsarar verða að taka verulega ábyrgð á afleiðingum eigin áróðurs.
Janice spyr, hvort drengir hafi ekki líka orðið fyrir áhrifum af þrálátum áróðri gegn körlum. Hún svarar: „Það kynni að vera, að sjálfsmorð, fremur en kynskipti, hafi verið ráðandi svar við árásum á karlmennsku (masculinity) þeirra.“
Heimildir og tilvísar með greininni má finna hér.