Hiti hjálpar ónæmiskerfinu við að berjast gegn sýkingum

frettinHeilsan, PistlarLeave a Comment

Hiti er innbyggt kerfi sem hjálpar líkamanum við að stöðva sýkingar og berjast gegn þeim.

Flestir gera þau mistök að taka hitalækkandi lyf meðan á sýkingu stendur. Þó að lyf muni lækka hitann og láta fólki líða betur, mun það einnig draga úr vörnum líkamans.

Rannsóknir hafa sýnt það að lækka hitann hjá afrískum börnum sem voru með mislinga leiddi til fimmföldunar á dánartíðni samanborið við þau sem voru með hita.

Engin raunveruleg hætta stafar af hita fyrr en hann fer yfir 40 gráður, eða í tilfelli barna sem eiga sögu um hitasótt (e. febrile) eða annars konar krampa.

Ýmislegt í mataræðinu getur aukið sýkingar. Má þar nefna mikla sykurneyslu, notkun á omega-6 olíum og mikla neyslu á rauðu kjöti. Járn, sérstaklega úr rauðu kjöti, örvar bakteríu- og veiruvöxt.

Bæði sykur og omega-6 olíur geta bælt ónæmi. Nikótín er mjög öflugt ónæmisbælandi lyf, meira að segja frá nikótínplástrum og rafsígarettum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð