Eldur Deville skrifar:
Fyrir Alþingi liggur nú frammi frumvarp um breytingu á „ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegins fólks (foreldrisnöfn og vegabréf). Flutningsmenn eru Píratar og þingmaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín hefur ekki viljað svarað mér í rúmt ár um það, hvort lesbíur séu með typpi. Þess má geta þess að þingmaðurinn blokkaði mig á samfélagsmiðlum fyrir að spyrja þessarar spurningar. Allir þessir þingmenn aðhyllast sértrúarkölt kynjafræði Judith Butler, þar sem „hinsegin fræði“ (e. Queer Theory) er fyrirferðarmikil. (Ég biðst fyrirfram afsökunar á költmállýsku sem gæti komið fyrir í greininni. Skýringar á mannamáli munu fylgja).
„Hinsegin fræðin“ og markmið þeirra
Hinsegin fræði eru hugmyndafræðilegt sorp sem kennd eru sem staðreyndir í mörgum
félagsvísindastofnunum háskóla víða um hinn vestræna heim. Markmið þess er að brjóta niður þá samfélagsgerð sem við búum við og „hinseginvæða“ hana. Helsti óvinur „fræðanna“ er það sem kallast „heteronormatívið“ (sem sagt hversdagsleiki hallærislega gagnkynhneigða fólksins) og jú nú síðar, einnig „cisnormatívið“ (hversdagsleiki þeirra sem eru ekki trans, heldur bara hallærislega venjulegar konur eða karlar.)
Með þessum „fræðum“ skal afmá mörkin á milli bernsku og fullorðinsára og normalisera ýmis blæti sem eru ekki í takt við siðferði nútímasamfélagsins. Ennþá. (Hringja viðvörunarbjöllurnar?). Markmiðið er í raun einfalt. Að brjóta niður samfélagsgerðina okkar og skapa ringulreið til þess koma að „göfugri markmiðum“ sem er jú útópía jöfnuðar frömuða: Allsherjar jöfnuður í samfélaginu (e. Equity, Equality Of Outcome). Hann á að tryggja jafna niðurstöðu, sem felur í raun í sér mismunun vegna þess að fólk er ekki eins, það hefur mismunandi hæfileika og getu. Færa má fyrir því rök að hér sé verið að reyna að koma í gegn ákveðnum siðaskiptum. Í byrjun aldarinnar var kristni vikið úr skólastofunni, og nú er kynjafræðin að þröngva sér inn í hennar stað.
Lagafrumvarpið
Eina markmiðið sem ég sé með þessu lagafrumvarpi er að afmá eðlilega samfélagsmynd („cishetereonormatíva“ á költmállýskunni) sem allflest okkar erum í sátt og samlyndi við, til þess að þóknast 119 sérvitringum sem skv. Þjóðskrá skilgreina sig sem „kynsegin/annað“.
Það hefði til dæmis verið hægt að fella niður lög um mannanöfn alfarið, ef markmiðið var
virkilega aðeins að koma á einhverjum „réttarfarsbótum fyrir jaðarsettan hóp“. Það er hinsvegar ekki markmiðið hérna. Aðalmarkmiðið er að koma orðskrípum kynjafræðinnar, sem unnu einhverja orðskrípasmíðasamkeppni Samtakanna 78 - Félags Kynjafræðinga í fyrra inn í lög, og leyfa sérvitringum að stunda skjalafals með leyfi ríkisvaldins.
Kyn mannfólks eru tvö, alveg óháð því hvað kynjafræðiaktívistar á Suðurgötunni bulla í
innanhússamkeppnum, þar sem markmiðið er að verðlauna hvert annað fyrir frumleika.
Alþingi hefur löggjafarvaldið. En það hefur ekki skilgreiningarvaldið á hlutlægum
staðreyndum.
4 Comments on “Kynjamál: Alþingi fer fram úr sér”
Heilbrigð skynsemi lengi lifi!
Eldur liggur ekki á skoðunum sínun en hann mun ekki rökstyðja þær.
Skoðanir eru ekki staðreyndir.
Skoðanir geta verið bull og vera ekkert minna bull við að vera settar fram með sannfæringarkrafti.
Það er auðvelt að sjá þegar fólk setur fram skoðun sem er órökstudd.
Það er hluti af vísindalæsi að geta greint hvenær fólk segir skoðanir, frekar en að greina frá staðreyndum.
Það að vera sammála skoðun eða líka vel við hana færir skoðun ekki nær raunveruleikanum.
Tökum eina skoðun Elds og skoðum nánar:
„Kyn/gender er ekki til, það er bara til kyn/sex og því verður aldrei breytt“
(Þetta er ekki bein tilvitnun, heldur samantekt skoðana hans)
Eldur semsagt viðurkennir ekki kyn/gender hugtakið.
Hann viðurkennir ekki það að karlmaður (kyn/gender) geti hafa fæðst í kvenkyns (kyn/sex) líkama. Að það geti ekki gerst því það sé „náttúrulegur ómöguleiki“.
Samt er til fólk sem hefur fæðst í kvenkyns líkama sem biður um að komið sé fram við það sem karlmenn. Hefur mögulega farið í aðgerð.
Þetta fólk segir „Ég er karlmaður“.
En Eldur segir „Nei, ég samþykki það ekki, það er ekki hægt, náttúran gerir ekki svoleiðis!“
Heldur Eldur að“karlmaður“ sé eitthvað sem náttúran býr til. Að „karlmannlegir“ hlutir og hegðun séu sköpun náttúrunnar“.
Eldur sjálfur klæðir sig „karlmannlega“ (amk hluta af tímanum).
Ætli hann ímyndi sér að val hans á fötum sé „náttúrulegt“? Að náttúran hafi skapað „karlmannsföt“ fyrir fólk sem fæðist í karlkyns líkama?
Ætli Eldur ímyndi sér að kyn/genderhlutverkin séu sköpun náttúrunnar? Að hugmyndir um hvað sé „karlmannlegt“ og hvað sé „kvenlegt“ sé ritað í DNA okkar?
Ætli Eldur ímyndi sér að þegar faðir skammar son sinn fyrir að leika sér með dúkkur, þá sé það „náttúruleg“ hegðun föðursins að vilja skamma son sinn, kóðuð í DNA föðursins?
Að segja „Náttúran gerir ekki svona!“
er það sama og sagt var um samkynhneigða.
Samkynhneigð var talin ónáttúruleg hegðun.
Að náttúran geri bara karldýr sem laðist að kvendýrum og bara kvendýr sem laðist að karldýrum.
„Það eru bara tvær kynhneigðir!“
Sagði fólk með miklum sannfæringakrafti og viðurkenndi ekki fólk sem laðaðist að gagnstæðu kyni.
Samþykkti ekki þegar karlmaður sagði „Ég elska karlmann og bið um að það sé viðurkennt“
Hvar erum við stödd í dag?
Hvað með fólkið sem segir
„Samkynhneigð er ónáttúruleg hegðun og ég samþykki ekkert slíkt, það eru bara til tvær kynhneigðir!“
ætlum við að hlusta á þau?
Taka mark á þeim?
Það eru bara til tvö kyn: karl og kona. Það þýðir ekkert fyrir fólk að halda öðrum fram, úrkynjun mannsandans er slæm. Hvað kemur næst? Ætti samfélagið að samþykkja barnaníð því sumir hafa slíkar kenndir? Dýraníð, því sumir hafa slíkar kenndir? Að drepa náungann því sumir hafa slíkar kenndir? Allir hafa sinn djöful að draga. Við lifum í syndugum heimi og höfum fjarlægst Guð, Ljósið, Sannleikann, og alla heilbrigða skynsemi. Ekki gott mál, að neinu leiti.