RÚV elur á ótta, skapar óeiningu

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar3 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:

RÚV leiddi í gær fram vitni sem iðulega er kallað til að fylkja liði um áhugamál vinstrimanna. Eiríkur Bergmann tók undir RÚV-línuna um að dómsmálaráðherra ylli ótta í umræðunni um flóttamenn.

Dómsmálaráðherra sagði ástandið stjórnlaust á landamærunum. Úr þeim ummælum bjó RÚV til umræðuna um ótta.

Í fréttinni í gær var áhugaverð efnisgrein:

Fréttastofa hefur leitað viðbragða annarra ráðherra við hugmyndum dómsmálaráðherra um móttökubúðir flóttamanna en enn sem komið er hefur enginn þeirra tjáð sig.

Þarna er lýst vinnubrögðum RÚV, að skapa óeiningu. Aðferð RÚV er að stilla viðmælendum upp við vegg og spyrja: ertu mannfjandsamlegur?

Flóttamenn í heiminum eru 100 milljónir. Eiríkur og aðrir vinstrivitringar eru ekki spurðir hvernig Íslendingar eigi að bjarga 100 milljónum á flótta.

Tilfellið er að Ísland breytir engu um flóttamannavanda heimsbyggðarinnar.

Ef fréttastofa RÚV vildi upplýsa almenning yrði sagt frá staðreyndum mála. Fjallað yrði um álag á innviði, getu samfélaga til að taka á móti flóttamönnum, kostnaðinn. Síðast en ekki síst þá staðreynd að sumir meintir flóttamenn sigla undir fölsku flaggi, eru í leit að betri lífskjörum en ekki að flýja harðræði.

En RÚV gerir ekkert til að upplýsa. Vinnulag RÚV er að ala á ótta og skapa óeiningu. Pólitísk markmið skína í gegn í fréttaflutningi ríkismiðilsins.

3 Comments on “RÚV elur á ótta, skapar óeiningu”

  1. Glóbalista Rúv-ið er vísvitandi að æsa upp (g)óða fólkið svo það gargi og góli og geri sig að fíflum fyrir framan Alþingi.

  2. En fréttin.is gerir það ekki? Elur á ótta og sundrungu tortryggir allt sérstaklega palli og Magga klikk.

  3. Jóhannes,

    Það er greinilegt að þú ert enn einn froðusnakkarinn sem kemur með sleggjudóma á fólk án útskýringa!

    Villt þú ekki koma með skýringu á máli þínu og segja okkur hinum hér hvað það er rangt sem þetta fólk er að gera og hvaða fólk þú ert að tala um?

Skildu eftir skilaboð