Sigmar vill ekki herða útlendingalögin: sakar Dani og Norðmenn um ómanneskjulega stefnu

frettinStjórnmál6 Comments

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, var í viðtali á Bylgjunni ásamt Borgþóri Ólasyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir ræddu stöðu hælisleitanda og flóttamanna. Sigmar segir að það sé alveg galið að herða útlendingalög og vill ekki breyta núverandi fyrirkomulagi.

Borgþór Ólason segir að það sé mikilvægt að hægt sé að taka þessa umræðu á staðreyndum og efnislega án þess að einhverjir fari í skotgrafirnar og uppnefni þá rasista eða annað slíkt.

Borgþór segir að gífurleg aukning hafi verið á umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi er margfalt hærri en við sjáum hjá t.d. hjá hinum norrænu þjóðunum og hefur sú staða verið uppi, frá því löngu áður en stríðið braust út í Úkraínu.

Borgþór bendir á að ef við höldum áfram á þessari braut, þá náum við ekki að halda utan um þann hóp sem eru í verstu stöðunni og gera vel við þá.

Borgþór bendir einnig á Ísland sé að taka við margfalt fleiri hælisleitendum en nágrannaþjóðir og til að mynda eru umsóknir 66% fleiri í dag hlutfallslega, en þegar að Angela Merkel opnaði allt upp á gátt í Þýskalandi árið 2015 og 2016.

Sigmar segir að það sé sífellt verið að bendla þetta fólk við glæpahópa eða sé á flótta undan glæpasamtökum, og spyr þá hvort við eigum að senda þetta fólk aftur í opið geðið á glæpamönnunum.

Borgþór segir að hann viti til þess að Sigmar hafi trú á því sem frá Evrópusambandinu kemur, en þar hafa menn bent á að rúmlega helmingur þess flæðis sem er að koma í gegnum hælisumsóknakerfið, sé með einum eða öðrum hætti tengdur glæpasamtökum sem að hafa gert sér neyð þessa fólks að féþúfu og mikilvægt sé að klippa á þann streng.

Þá bendir Borgþór einnig á að við gætum verið að hjálpa miklu fleira fólki á heimaslóðum með því fjármagni sem fer í málaflokkinn í dag.

Sigmar segir að það sé alltaf verið að teikna upp hælisleitandamál sem eitthvað rosalegt vandamál, og segist hann ekki kannast við neitt vandamál því tengt og segir það fáránlegt að þarna sé verið að etja saman hópum, t.d. eins og öldruðum og öryrkjum, þetta sé alveg fráleitt því við getum alveg hjálpað öllum þessum hópum því við erum ríkt land, segir þingmaðurinn.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu varðandi alvarlegt ástand á sjúkrahúsum landsins sem virðist sprungið og menn virðast ekki finna lausn á því hvernig á að bæta ástandið. Þá hefur einnig borið mikið á umræðu um húsnæðisvandamál þar sem fólki hefur reynst erfitt að fá húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem sé einnig á uppsprengdu verði. Þá hefur einnig borið á umræðunni um leikskóla borgarinnar en mikil vöntun er á leikskólaplássum, og því hlýtur að skjóta skökku við að þingmaðurinn kannist ekki við þessi þessi gríðarlegu vandamál í innviðum landsins. Athygli vekur að enginn virðist þó vera með lausn í sjónmáli hvað varðar kerfishrunið, hvorki frá Viðreisn né öðrum flokkum.

Taktu til í garðinum þínum, áður en þú ræðst í garð annarra, myndu sumir eflaust beina til þingmannsins Sigmars Guðmundssonar.

Viðtalið má hlusta á hér neðar:


6 Comments on “Sigmar vill ekki herða útlendingalögin: sakar Dani og Norðmenn um ómanneskjulega stefnu”

 1. Auðvitað á að herða útlendingalögin, ísland er ekki hin Guðs utvalda þjóð þó að sumir virðast halda það ….

 2. Það hlýtur að vera eitthvað pláss heima hjá Sigmari fyrir nokkra flóttamenn í stofunni hans.. Það er ekki hægt að ræða þessi mál af einhverju viti við fólk eins og hann sem nýtir þennan málaflokk í atkvæðisveiðar. Maður þarf að vera verulega veruleikaskertur til að sjá ekki hvað er að gerast um alla Evrópu jafnt sem Scandinaviu að þessi stefna er ekki að virka.

 3. Danir eru fyrir löngu búnir að útrýma svona Sigmar-tegundum stjórnmálamanna. Það sem var fyrir 20 árum eitthvað jaðarmál er núna augljóst og sjálfsagt að ræða opinskátt og bregðast við.

 4. Hvenær ætlar svona fólk eins og Sigmar að fara að vinna fyrir Íslendinga, fólkið sem borgar honum þessi ofurlaun sem hann er greinilega ekki að skila neinu fyrir.

 5. Hversu marga strúta með hausinn í sandi er hægt að finna á einu skeri? Mér er spurn þar sem strútar eru ekki landlægir!

 6. Sama hugsana villan meðal hópa sem eru daglega að rústa landinu innan frá.
  “Góða fólkið” feministana og Me Too sem ekki vilja sjá né viðurkenna hið ílla skemmda og hatursfulla hugarfarið sem það ber einnig með sér inn í málefni samfélagsins né gangast við víðtækum skemmdunum sem það veldur vítt og breitt í heiminum.
  Gera þarf folk með svona villuboðskap og glórulausar kröfur sem skemmir þjóðfélög til framtíðar ábyrgt fyrir skaðanum og vísa því fólki á brott frá landinu.
  Við þurfum að hafa vandað skynsamt fólk sem vendar landsmenn sem eru hér fyrir og mokar ekki inn í landið endalausum og stöðugum vandamálum eða predikar ofsa fengnar öfgar og árásir á eitt kyn fyrir að vera til og draga andann.
  Skynsamt vel gefið fólk á Alþingi takk fyrir.

Skildu eftir skilaboð