Af hverju þessi reiði hjá trúboðum „hinseginleikans“?

Erna Ýr ÖldudóttirEldur Smári, Pistlar1 Comment

Eldur Deville skrifar:

Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um fésbókarfærslu þar sem trúboðar boðskaps „akademískra kynjafræðinga“ gagnrýna harðlega nýlega talsett myndband Votta Jehóva.

,,Í myndbandinu er börnum er kennt að samkynhneigð sé ekki í lagi. Myndbandið,
sem hægt er að sjá hér að neðan, kallast „Einn maður, ein kona“ og er um tvær og
hálf mínúta að lengd.

Í myndbandinu má sjá unga stúlku sýna móður sinni mynd af fjölskyldunni sinni
sem hún teiknaði, sem er hefðbundin gagnkynhneigð fjölskylda, og segir svo að
bekkjarsystkini hennar hafi teiknað tvær mæður sem hún segir vera hjón og að
kennarinn segi að það sem skipti mestu máli að fólk elski hvort annað.
Móðirin svarar og segir að það sem mestu máli skipti sé það sem Jehóva finnst og að
hann hafi stofnað hjónabandið með einum manni og einni konu og að sú meginregla
hafi ekki breyst. Hún líkir því svo við að fara í flugvél og að þar séu reglur um
eitthvað sem megi ekki fara með og að það sama gildi hjá Vottum Jehóvum. Móðirin
gefur svo í skyn að fólk geti breyst sér og hætt að vera samkynhneigt.”

(Bein tilvitnun úr Fréttablaðinu).

Ég ætla að taka það fram, að myndskeiðið hryggði mig að vissu leyti. En er ég reiður og sár? Nei, í rauninni ekki. Ég hef alltaf trúað á málfrelsið og skoðanafrelsið. Ég treysti því fullkomlega. Það verða ekki allir alltaf að vera sammála. Það er í lagi að eiga í hugmyndafræðilegum ágreiningi og það er í lagi að sammælast um að vera ósammála. Þessa ákveðnu lífsskoðun er að finna í trúarbrögðum mannfólksins um víða veröld.

Full ástæða til bjartsýni í málefnum samkynhneigðra

Miðað við framfarir í réttindabaráttu samkynhneigðra á Vesturlöndum undanfarna áratugi, þá er ég bara nokkuð bjartsýnn. Með auknum samskiptum, sýnileika og framförum hefur orðið dásamleg jákvæð viðhorfsbreyting til samkynhneigðra. Þessi ljúfa unga stúlka í myndkeiðinu mun örugglega komast að annari niðurstöðu en móðir sín sem meinar ekkert illt varðandi þetta tiltekna mál. Kannski vex hún úr grasi sem vel þenkjandi einstaklingur sem hefur margvísleg góð gildi í farteskinu úr fjölbreyttri flóru uppeldis síns. Það hlýtur bara að vísa á gott.

En af hverju er þessi reiði hjá þessum trúboðum „hinseginleikans“? Ekki eru Vottar Jehóva að bora sér inn í skólana með trúboðið sitt? Er það nokkuð? Hinsvegar fær „hinsegin trúboðið“ alveg frítt spil við að boða „fagnaðarerindi Kynjakökupersónunar“ (e. Genderbread Person). Þar er börnum kennt að kyn þeirra sé litróf. Ef þau falla ekki að „úreltum“ staðalímyndum um kyn, þá gætu þau alveg hugsanlega verið fædd í röngum líkama. Þá þurfi þau hormbónablokkara, reyrð brjóst, „aðlögunaraðgerðir“ (limlestingar) og fleira til þess að verða „þau raunverulega sjálf“.

„Hinsegin trúboðið“ er byggt á alveg jafn veikum grunni og trúboð Votta Jehóva.
Eini munurinn er sá að annað trúboðið hefur óheftan aðgang að skólum landsins.

One Comment on “Af hverju þessi reiði hjá trúboðum „hinseginleikans“?”

  1. Eldur reynir að búa til samlíkingu

    „Þetta tvennt er sambærilegt!“

    Vottur Jéhóva að segja

    „Samkynhneigð er refsiverð synd“

    Manneskja að segja:

    „Kyn/gender er ekki sama og kyn/sex. Visst kyn/gender þarf ekki að vera bundið við visst kyn/sex. Það er í lagi þegar það gerist ekki“

    Votturinn er að greina frá reglum bókarinnar sem hann trúir á. Bókin er staðreynd. Túlkun Votta á textum hennar er val og hefð. Votturinn trúir því að fyrir honum og börnum hans bíði grimmileg refsing fyrir að elska manneskju af sama kyni/sex. Að slíkt sé andstætt „sköpunarverkinu“. Þetta er trú. Trú á bókartexta. Og meðfylgjandi hefðir.

    Manneskjan er að greina frá því sem hefur komið í ljós.
    Fólk upplifir sig ekki í því kyn/gender sem er bundið við kyn/sex. Finnur sig ekki í því að lifa samkvæmt sínu fæðingarkyni. Samkvæmt hefðum sem tengjast flðingarkyni. Þetta er staðreynd. Þetta fólk finnur sig betur í því að lifa ekki samkvæmt sínu fæðingarkyni (kyn/sex). Það er staðreyndin.

    Votturinn vill kenna „Okkur bíði grimmileg refsing ef við stríðum gegn vilja guðs“

    Manneskjan vill kenna „Refsum ekki fólki sem finnur sig ekki í kyni/gender sem er almennt bundið við fæðingarkyn.

    Votturinn kennir óumburðarlyndi og ósamþykki

    Manneskjan kennir umburðarlyndi og samþykki.

    Eldi finnst að hvorugt af þessu eigi heima í almennum skólum vegna þess að þetta er sambærilegt.

Skildu eftir skilaboð