Gamli sáttmáli og loftslagið

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:

Gamli sáttmáli er afdrifaríkasti milliríkjasamningur Íslendinga. Vegna sáttmálans laut Ísland erlendum konungi í tæp 700 ár.

Gamli sáttmáli var gerður undir lok Sturlungaaldar. Fáeinar höfðingjaættir börðust um yfirráðin með markvissri íhlutun Hákonar gamla Noregskonungs og kaþólsku kirkjunnar er taldi að öll ríki ættu að lúta konungsvaldi. Íslenska goðaveldið féll ekki að ríkjandi evrópskri hugmyndafræði miðalda.

Eitt ákvæða Gamla sáttmála er að til landsins skyldu árlega ganga sex skip. Áður höfðu Íslendingar siglt nánast að vild til og frá Noregi og lengra vestur, til Grænlands og vesturheims. Hver er ástæða ákvæðisins?

Ákvæðið hefur þó aldrei verið sett í samhengi við lýsingar á árferði á Íslandi um það leyti er goðaveldið féll undir vald Noregskonungs. Í fyrirlestrinum verður bætt úr þessu, en greint verður frá lýsingum á árferði hér á landi árin 1258–1262, eins og þær birtast í miðaldatextum, einkum annálum og Sturlunga sögu. Sýnt verður fram á að heimildirnar benda eindregið til þess að mikil harðindi hafi gengið yfir landið árin 1258–1261 og að legið hafi við hungursneyð meðal landsmanna. Um leið verður sett fram tilgáta þess efnis að hnattræn kólnun í kjölfar Samalas-eldgossins á eyjunni Lombok í Indónesíu árið 1257 hafi verið orsök harðindanna og að hallærið, sem af þeim leiddi, hafi verið ein helsta ástæða þess að Íslendingar gengu Hákoni gamla Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála á árunum 1262–1264.

Tilvitnunin er tekin úr kynningu á fyrirlestri sagnfræðingsins Skafta Ingimarssonar sem heldur fyrirlestur um viðfangsefnið í dag kl. 16:30 í Lögbergi.

Í loftslagssögunni er tímabilið 1300 til 1900 kallað litla-ísöld. Aðeins ólæsir á söguna trúa að loftslagsbreytingar séu manngerðar.

One Comment on “Gamli sáttmáli og loftslagið”

  1. Það er ekki til neitt stöðugleikaloftslag, en það virðist hægt að selja heimskum almenningi þá vitleysu með stöðugum áróðri svo það sé tilbúið að greiða hærri skatta. Það hefur oft verið mun hlýrra á jörðinni en í dag, og líka stundum kaldara.

Skildu eftir skilaboð