Ætlar að selja a.m.k. 20% hlut í Útvarpi Sögu

frettinFjölmiðlarLeave a Comment

Morgunblaðið segir frá því að til standi að selja 20% hlut í Útvarpi Sögu og unnið sé að und­ir­bún­ingi söl­unn­ar. Arnþrúður Karls­dótt­ir, út­varps­stjóri og eig­andi Útvarps Sögu, sagði frá þessu í sam­tali við Morg­un­blaðið og að tæki­færin væru mörg í rekstrinum. Arnþrúður segist m.a. vilja styrkja dreifi­kerfið á lands­byggðinni.

„Ég stefni á að selja 20 pró­sent hlut, alla­vega það. Með því er ég að auka hluta­fé en ekki síður að fá fleiri að borðinu. Þetta er jú svo­lítið erfitt fyr­ir einn ein­stak­ling,“ sagði Arnþrúður og einnig að hún hefði þegar fundið fyr­ir áhuga mögulegra kaup­enda, þó að söluferlið sem slíkt sé ekki hafið.

Hægt er lesa greinina heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Skildu eftir skilaboð