Hægri öfgar

frettinJón Magnússon, Pistlar, Stjórnmál3 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Hvað er hægra öfgafólk og öfgaflokkar? Ýmsir fjölmiðlar m.a. RÚV eru iðnir við að hengja slíka merkimiða á fólk og flokka. 

Við nýliðnar kosningar á Ítalíu naut Giorgia Meloni þess heiðurs að vera m.a. kölluð hægri öfgamaður, fasisti. Fyrir hvað stendur þessi meinti hægri öfgamaður og fasisti?

Hún segir: "Þeir kalla okkur foreldri eitt og foreldri tvö, og kyn skv. LGBT skilgreiningu. Við eigum að vera borgarar X bara með kennitölu, en við látum ekki segja okkur það.

Ég er Giorgia. Ég er kona. Ég er móðir. Ég er ítölsk og ég er kristin."

Þetta tók vinstra músikfólk til við að föndra við og spila þessi orð Giorgia undir taktfastri músik. Það hafði þveröfug áhrif lagið með textanum. "Ég er kona, ég er móðir, ég er ítölsk ég er kristin".  Varð meiriháttar vinsælt og jók á vinsældir Meloni í leiðinni.

Svo fór að þessi meinta hægri öfgakona og fasisti, 45 ára blondína er á leiðinni að verða fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ítalíu.

Hún var kölluð "Hættulegasta kona Evrópu af þýska tímaritinu Stern. Sumir hafa orðað að tímaritið hefði frekar átt að vísa til Ursulu von der Leyen forseta Evrópusambandsins. Þegar hún svaraði spurningu um niðurstöðu ítölsku kosninganna og sagði, ég hef áður talað um Ungverjaland og Pólland. Við höfum tæki til að beita. Engin fjölmiðill vék að því að þarna talaði forseti Evrópusambandsins sem fulltrúi alræðishyggjunar á pari við fyrrum leiðtogar Sovétríkjanna. Samt kallar engin hana fasista þó það væri nær lagi. 

Hægri öfgakonan  Meloni eins og RÚV kallar hana hættulegasta kona Evrópu skv. tímaritinu Stern, er einstæð móðir, komin af fátæku fólki og náði kjöri sem fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Ítalíu í 14 ár. Hún talar fyrir kristnum gildum, gildi fjölskyldunnar sem grunneiningar í þjóðfélaginu og fyrir ítalskri menningu. Hún er á móti globalisma og hún vill hafa örugg landamæri og hafnar fjöldainnflutningi hælisleitenda. Hún talar um karla og konur en hafnar fjölkynjunar hugmyndum woke og trans kynjafræðinnar. 

Þetta er semsagt hægri öfgamennska og fasismi skv.fréttaelítunnar.  

3 Comments on “Hægri öfgar”

  1. Allir sem skrifa ekki undir klikkaða heimssýn guðlausra vinstri-manna eru kallaðir öfga-hægrimenn í fjölmiðlum. Sem dæmi, það að tala um tvö kyn telst í dag öfga-hægri skoðun!!!

  2. Fasismi: samruni ríkis og atvinnulífs. (Mussolini segir það)
    Semsagt, stefna Samfylkingarinnar.

    Fólk ætti ekki að nota orð sem það skilur ekki.

  3. Ég vill að Ítölsk menning haldi velli og að Ítalir fái að ráða eigin landamæri. Ég hef ekki áhuga og vill ekki taka þátt í LGBTQ++x blabla bla vitleysunni. Þar af leiðandi er ég hægri öfgamaður (skv skilgreiningum þeirra sem telja sig vita allt best).

    Ég tel mig hinsvegar bara vera nokkuð þolinmóður gagnvart lífsstíl og skoðunum annarra, en fólkið sem skilgreinir mig sem öfgamann, vill kúga mig til þess að játa og hlýða þeirra geðveikum skoðunum.

Skildu eftir skilaboð