Sérfræðingur í Evrópurétti segir Íslendinga vera að tapa fullveldinu

frettinStjórnmálLeave a Comment

Eyjólfur Ármansson lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í vikunni. Eyjólfur sagði meðal annars að vera Íslands í EES án þess að stjórnvöld spyrni við fótum þegar ákvarðanir komi þaðan sem ekki ganga fyrir Ísland, sé að orsaka það að fullveldi Íslands væri að tapast, smátt og smátt.

Eyjólfur nefndi sem dæmi orkupakkamálið þar sem stjórnvöld hafi dregið lappirnar í því að gæta hagsmuna Íslands gagnvart EES, með því að fara ekki fram á undanþágur.

Það er mjög erfitt að vinda ofan af því núna, því nú er fjórði pakkinn að koma en það sem ég er að benda á er að það sem er að gerast er að við erum smám saman að tapa frá okkur fullveldinu, fyrst er það fjármálastofnun Evrópu sem er yfirstofnun sem við beygjum okkur undir, svo kemur Orkustofnun Evrópu og svo kemur næsta stofnun og svo koll af kolli, svona kemur þetta til með að þróast, við missum fullveldið smátt og smátt,“ sagði Eyjólfur.

Hlusta má á þáttinn hér á Útvarpi Sögu.

Skildu eftir skilaboð