Skýrsla forsætisráðherra um faraldurinn: Blekking eða slæleg vinnubrögð?

frettinSkýrslur1 Comment

Í dag birtist skýrsla á vef Stjórnarráðsins um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19.

Skipuð var nefnd til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum sem nú hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin kynnti einnig niðurstöðurnar í málstofu í Norræna húsinu í dag.

Helstu niðurstöður nefndarinnar eru þær að áfallastjórnun stjórnvalda hafi í heild sinni gengið afar vel, segir í tilkynningu með skýrslunni.

„Hér voru dauðsföll af völdum faraldursins færri en víðast gerðist, þátttaka í bólusetningum afar góð, í gegnum faraldurinn treystu landsmenn yfirvöldum og ríkisstjórninni mjög vel til að grípa til viðeigandi aðgerða og þríeykið naut sérstaks trausts þjóðarinnar. Almannvarnakerfið, í samvinnu við íslenskt sóttvarnakerfi, var þanið til hins ýtrasta en stóðst prófið með miklum ágætum. Hvar sem borið er niður í greiningu blasir við mikið og óeigingjarnt vinnuframlag, mikil einbeiting og samstaða,“ segir m.a. í skýrslunni.

Blekking eða slæleg vinnubrögð?

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi þingmaður og ráðherra vakti athygli á því að í skýrslunni er hætt að birta dánartölur eftir fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2021. „Er þetta vísvitandi blekking eða bara slæleg vinnubrögð að birta ekki tölur eftir fyrstu 3 ársfj. 2021?,“ spyr hún á Twitter og birtir mynd til samanburðar sem sýnir umframdauðsföll á Íslandi, Finnland, Danmörku, Svíþjóð og Noregi fram í október 2022.

Hér neðar má síðan sjá á hvaða tímapunkti (rautt X) hætt er að birta dánartölur fyrir Ísland í skýrslu forsætisráðherra:

One Comment on “Skýrsla forsætisráðherra um faraldurinn: Blekking eða slæleg vinnubrögð?”

  1. Það var ekki við öðru að búast af kerfinu sem ver sig með kjafti & klóm. Ekki orð um umframdauða hinn hæsta í Evrópu né þúsundir kvenna í facebook hópi Rebekku … þúsundir kvenna með erfiðar og margar alvarlegar aukaverkanir …

Skildu eftir skilaboð