Sólmyrkvi í dag: miklar breytingar framundan

frettinGuðrún Bergmann, StjörnuspekiLeave a Comment

Guðrún Bergmann skrifar:

Sólmyrkvar og myrkvar almennt hafa mikil áhrif, en áhrifa þeirra gætir allt frá mánuði áður en þeir verða og í allt að sex mánuði eftir að þeir verða. Við erum því þegar komin inn í orkusvið Sólmyrkvans sem verður þann 25. október. Myrkvum fylgir alltaf feiknarmikil spenna og kraftur einkum þegar þeir eru í Sporðdreka, auk þess sem myrkvar geta leitt til Jarðskjálfta.

UPPFÆRSLA OKKAR OG JARÐARINNAR

Segulsvið Jarðar er mjög óstöðugt núna vegna þess að segulsviðsskyldir bæði Jarðar og Sólar er veikari. Bæði Jörðin og við erum að uppfærast við það að taka á móti allri þessari kosmísku orku frá Alheiminum – SJÁ ýtarlegri umfjöllun um þetta í bók minni LEIÐ HJARTANS!

Uppfærslan er að eiga sér stað í hverri einustu frumu líkamans og því fylgir tilfinning um óstöðugleika, enda er það nýtt fyrir okkur að fara á þessum svimandi hraða í gegnum svona uppfærslu. Við getum því fundið fyrir svima, svefnvandamálum og verkjum hér og þar í líkamanum, en það er mikilvægt að líta á þau óþægindi sem hluta af þróunarferlinu sem við erum að fara í gegnum.

SATÚRNUS, ÚRANUS OG FJÁRMÁLAKERFIN

Enn gætir áhrifa frá 90° spennuafstöðunni á milli Satúrnusar og Úranusar sem varð í byrjun október. Þessi spennuafstaða hefur verið í gangi síðustu tvö árin, en er að nú að ná hápunkti eða endalokum og er að deyja út.

Sögulega séð hafa spennuafstöður á milli þessara pláneta alltaf tengst fjármálakerfum heims. Sem dæmi má nefna árið 2008, þegar þær voru í 180° andstöðu við hvor aðra eða árið 1932 þegar þær voru í 90° spennuafstöðu og gengi kauphalla var í lágmarki vegna kreppunnar sem þá ríkti víða um heim.

Allt ber að sama brunni, því Norðurnóðan í Nauti og Suðurnóðan í Sporðdreka mynda svokallaðan fjármálaöxul í stjörnuspekinni. Svo er Plútó að bora sig niður á síðustu gráðunum í Steingeit, en þar tengist hann stórfyrirtækjum, ríkisstjórnum, bankastofnunum og því að fletta ofan af öllu því sem er okkur ekki fyrir bestu – svo allt beinist að fjármálum og afhjúpunum.

SÓLMYRKVINN 25. OKTÓBER

Í hvert sinn sem við höfum Sólmyrkva erum við með STÓRT nýtt Tungl, sem markar nýtt upphaf. Nýtt Tungl og Sólmyrkvinn eru á 2° í Sporðdreka kl. 10:49 að morgni hér á landi. Það er frábært að setja sér nýjan ásetning á þessum tímamótum, því nýtt Tungl markar alltaf nýtt upphaf.

Önnur gráðan í Sporðdreka er áhugaverð, því hún er nákvæmlega á IC – eða grundvelli kortsins fyrir Evrópusambandið (hér eftir EU). Sólmyrkvar geta leitt af sér varanlegar breytingar, svo það bendir til mikilla breytinga hvað varðar til dæmis hina eiginlegu samsetningu þeirra landa sem mynda EU.

Sólmyrkvinn er líka í 180° spennuafstöðu við miðhimininn í korti EU, en hann stendur fyrir stjórn og leiðtoga sambandsins. Því er líklegt að við sjáum einhverjar breytingar á þessum þáttum hjá EU á næstu mánuðum enda hafa þegar komið fram kröfur um að von der Leyen segir af sér.

LEYNDARMÁL OG AFHJÚPANIR

Sporðdrekinn er mjög krefjandi og tilfinningaríkt merki með djúpar tilfinningar. Hann er líka merki leyndarmála og líklegt er að við sjáum mikið af leyndarmálum koma upp á yfirborðið í kringum þennan myrkva og að margir hlutir verði afhjúpaðir – og munið að áhrifa hans gætir næstu sex mánuði.

Þessi myrkvi kallast Suðurnóðu Sólmyrkvi og suðurnóðan tengist fortíð heildarinnar og öllu því sem við þufum að losa um og sleppa tökum á, bæði sem einstaklingar og eins sem heild. Sólmyrkvinn beinir ljósi sínu að öllu því og Sporðdrekinn er mjög tengdur hvers konar eituráhrifum. Það geta verið eituráhrif úr umhverfinu, frá lyfjum sem við kunnum að hafa tekið inn eða eituráhrifum frá hugsunum okkar.

Hugsanir okkar valda eitruráhrifum í líkama okkar. Ef við erum að halda í gömul og djúpstæð leyndarmál innra með okkur, getur það leitt til eituráhrifa í líkamanum. Við þurfum að losa okkur við öll eituráhrif, sleppa tökum á þeim og leyfa þeim að fara. Sporðdrekinn tengist líka trausti og svikum, vanefndum á trausti, stórum fjármálastofnunum og stórum fjárupphæðum. Öll þessi fjármál og leyndarmál eru undir kastljósi Sólarinnar á þessum Sólmyrkva.

Fyrir þá sem vilja nýta sér tímann í kringum Sólmyrkvann til að afeitra líkamann, bendi ég á námskeið mitt JÓLA-HREINT sem hefst 27. október. 

VENUS OG GJALDMIÐLARNIR

Norðurnóðan í Nauti tengist peningum okkar, auðæfum, bankamálum og alls konar gjaldmiðlum, svo og Venus, sem er í mjög þéttri samstöðu við Sól og Tungl á þessum Sólmyrkva. Venus tengist gjaldmiðlum og líklegt er að við eigum eftir að sjá mikið umrót í kringum gjaldmiðla og verðmæti gjaldmiðla á næstunni.

Tilfinningaríki Sporðdrekans getur líka birst í tenglsum við stjórnun, afbrýðisemi og eignarhaldssemi. Sól, Tungl og Venus í Sporðdreka eru í 90° spennuafstöðu við Plútó . Plútó magnar því upp spennuna og gefur líka til kynna ákveðnar endanlegar breytingar í tengslum við gjaldmiðla, auðæfi og annað þess háttar.

ÚRANUS TENGIST SANNLEIKANUM

Úranus er tengdur sannleika og gagnsæi. Orka hans eykur því líkur á að sannleikurinn komist upp á yfirborðið og að ýmis leyndarmál verði afhjúpuð. Sporðdrekinn grefur djúpt eftir sannleikanum, líkt og Plútó sem stjórnar Sporðdrekanum og tengist öllu neðanjarðar. Því megum við vænta þess að MJÖG mikið af gruggugu og myrku efni komi upp á yfirborðið á næstunni.

Hið góða í þessu öllu er að Úranus í Nauti tengist því að finna upp ný fjármálakerfi, sem eru ekki miðstýrð – því Úranus tengist alltaf öllu frá grasrótinni og upp og er í afstöðu við þennan Sólmyrkva – svo þessar umbreytingar snúast ekki bara um hrun hins gamla, heldur fæðingu hins nýja, sem væntanlega verður til hagsbóta fyrir mannkynið.

Mikilvægt er að þessu nýja fjármálakerfi sé ekki miðstýrt (ATH! Seðlabankarafmynt kemur til með að vera miðstýrt) – heldur sé það undir dreifðu valdi því samstuðið á milli Satúrnusar og Úranus í síðustu 90° spennuafstöðunni, snýst um það að Satúrnus vill alltaf halda stjórn á öllu, meðan Úranus vill dreift vald og það er sú stefna sem við erum að taka inn í framtíðina. Hún kemur skýrt fram í samstöðu Úranusar við Norðurnóðuna.

HUGSANLEGAR BREYTINGAR

Júpiter, sem er á 0° í Hrút, kemur til með að stöðvast til að breyta um stefnu í kringum 27. október. Miklar líkur eru á að tilkynnt verði um einhverjar breytingar á fjármálakerfum heims í kringum þann dag.

Verði það ekki eru líkur á að það verði í kringum 30. október, en þá stöðvast Mars í Tvíbura til að breyta um stefnu. Mars er stríðsguðinn, svo hann er reyndar meira tengdur átökum í heiminum. Líklegt er að átök víða um heim magnist í kringum þennan tíma – en hafið hugfast að átökin geta orðið á hvaða sviði mannslífsins sem er.

HÖLDUM OKKUR Í KÆRLEIKSORKUNNI

Í kringum átökin sem fylgja Sólmyrkanum og þessum öflugu plánetum eru líkur á að fólk helli úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlunum. Þá er mikilvægt að sogast ekki inn í þær umræður, heldur rísa upp fyrir orðaskakið og rifrildin þar og vinna frekar út frá kærleikanum.

Það er fullt af andstæðum í gangi líkt og hafa verið í þúsundir ára – en nú er kominn tími fyrir breytingar. Höfum hugfast að við erum án nokkurs efa að fara í gegnum mikilvægasta tímabilið í framþróun mannkyns, því við erum á leið  inn í Ljóseindabeltið og enginn getur stöðvað eðlisfræði Ljóssins.

Í nýútkominni bók minni LEIÐ HJARTANS fjalla ég nánar um þetta framþróunarferli.

Ef þú hefur áhuga á að fá stjörnukort og lestur í það geturðu pantað tíma og kort með því að senda póst á [email protected]

Skildu eftir skilaboð