Jón Magnússon skrifar:
Miðað við yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra má búast við spennandi formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hefðbundinn undirbúningur er að baki og því gat Guðlaugur sagt hið fornkveðna.
"Fólk til sjávar og sveita, úr öllum landshlutum, stéttum og starfsgreinum hefur skorað á mig o.s.frv."
Vegna formannskosninganna má búast við því að mikill fjöldi Sjálfstæðisfólks mæti til Landsfundar og það er fagnaðarefni. Fundurinn mun þó hverfast eingöngu um kosningar í æðstu trúnaðarstöður.
Gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ræðst ekki eingöngu af því hverjir skipa æðstu trúnaðarstöður þó það skipti vissulega miklu máli. Á þessum Landsfundi væri nauðsynlegt að þeir sem ætla sér æðstu forustusæti Flokksins geri afdráttarlausa grein fyrir því, með hvaða hætti Flokkurinn muni koma Sjálfstæðisstefnunni í öndvegi undir stjórn viðkomandi og víkja af braut vinstri lausna og vinstri pópúlisma eins og kynrænu sjálfræði, sem allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með á sínum tíma.
Brýnasta úrlausnarefnið er að taka á vanda vegna gríðarlegs innflutnings fólks til landsins. Því miður á Flokkurinn slæma sögu í þeim málaflokki frá árinu 2014. Formaður Flokksins og sá sem býður sig fram gegn honum hafa báðir verið leikendur í þeirri slæmu sögu og óheillaþróun.
Nú verður fróðlegt að sjá og heyra hvort þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í Flokknum bjóða flokksfólki sínu og þjóð upp á ásættanlegar lausnir í innflytjendamálum þannig að við náum stjórn á landamærunum. Það er mikilvægara en stjórnarsamstarf með VG.
Líklegt er, að gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ráðist frekar af því hvaða stefnu og baráttu Flokkurinn stendur fyrir, en kosmetískum aðgerðum varðandi kjör á forustufólki.
One Comment on “Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum”
Jæja þá ætlar stærsta fasistafylkingin á Islandi að kjósa sér formann, ekki er nú úrvalið sem er í boði merkilegt
það er ekki svo sem ekki mikill munur á drullu eða skít, áferðin getur verið misjöfn ásamt lykt. Ég er ekki að segja að hitt draslið á alþingi sé eitthvað betra og tali nú ekki um forseta trúðin, allt var þetta lið með fullnægingasvip þegar mesti stríðsglæpamaður heimsins síðan Hitler var uppi fékk að tala á alþingi Íslendinga í vor.