Viðvörunarorð Twitter: „Mögulega viðkvæmt efni“

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Þorstein Siglaugsson:

Þetta er ekki „viðkvæmt efni“, ekki einu sinni „mögulega“ -  Af hverju ljúga þeir?

Fyrir nokkrum dögum vakti mikilvæg barátta athygli mína. Þetta var barátta ungra nemenda við Fordham háskólann í New York, gegn því að vera neyddur til að taka enn eina sprautu af gagnslausum og skaðlegum Covid-19 bóluefnum. Eftir því sem mér er sagt er Fordham einn af fáum háskólum sem eftir eru í Bandaríkjunum sem gera þá kröfu að nemendur fái „tvígildan örvunarskammt,“stefna sem felur í sér endalausar endurbólusetningar, sem jafnvel yfirmaður bóluefnamála hjá FDA segir ekki ganga upp í raun og bendir á hvernig vörnin gegn sýkingu dvínar fljótt.

Þar sem 1. nóvember nálgast hratt, dagurinn sem fresturinn rennur út til að fara í sprautuna, þá hef ég fylgst með Fordham Together hópnum á Twitter í von um einhverjar fréttir af viðsnúningi. Þegar ég skoðaði Twitter reikninginn þeirra í gærkvöldi leit hann svona út.

Viðvörun var á næstum hverju einasta tísti; „mögulega viðkvæmt efni“. (Það vakti undrun að tvítið sem ekki fékk viðvörunarmerki var viðvörun Dr. Aseem Malhotra um hættuna á hjartavöðvabólgu sem stafar af „bóluefninu“.)

Ég ákvað að safna kjarki, búa mig undir áfall sem gæti valdið mér skaða fyrir lífstíð, og kíkti á nokkur tíst sem leyndust á bak við viðvörunarorð Twitter.

Það kom í ljós að þetta „mögulega viðkvæma efni“ var ekkert annað en látlausar og einfaldar gamaldags fréttir um eitthvað sem þykir fréttnæmt, meðal annars frá  hinu virta New York tímariti City Journal, einu sinni lýst sem „tímaritinu sem bjargaði borginni“ og af Best College, vettvangi sem miðar að því að hjálpa nemendum að velja viðeigandi háskóla, skipuleggja fjármál sín, starfsferil og ýmis konar aðstoð fyrir nemendur var þar líka að finna.

Hvað er það sem veldur því að stjórnendur Twitter skella „mögulega viðkvæmri“ viðvörun á fréttir um skaðlaus og lögmæt mótmæli nemenda? Hvað er það sem þeim finnst svona hættulegt við að nemendur vilji ekki lyf sem veitir þeim enga vörn, bara skaða? Þetta er ekki „viðkvæmt efni“, ekki einu sinni „mögulega.“ Af hverju ljúga þeir?

Getum við vonað að nýr eigandi Twitter, Elon Musk, muni binda enda á þessa ritskoðun? Ég efast ekki um að hann muni reyna. Það verður heilmikil barátta fyrir hann. En ég er nokkuð viss um að hann muni ekki gefast upp svo auðveldlega. Það eina sem við gert er að berjast gegn kúguninni, ritskoðuninni, óréttlætinu. Því ef við gerum það ekki munum við fyrirgera frelsi okkar, gildum okkar og mannúð og það verður engin leið til að snúa við.

Ég mun að sjálfsögðu deila þessari grein með hugrakka unga fólkinu í  Fordham Together. Lítill vafi er á því að ef þeir tísta um greinina, þá verður hún merkt „mögulega viðkvæmt efni“ af Twitter, rétt eins og fyrsta greinin mín um baráttu þeirra.

Greinin birtist fyrst á ensku á síðunni substack og myndband af mótmælum við háskólann má sjá hér neðar:


Skildu eftir skilaboð